Erlent

83 flugferðum frestað

Flug skandinavíska flugfélagsins SAS, til og frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn, lá niðri í morgun þegar flugþjónar og flugfreyjur fóru í nokkurra klukkustunda skyndiverkfall. Í þær klukkustundir, sem verkfallið stóð yfir, þurfti að fresta áttatíu og þremur flugferðum á vegum félagsins og tafir voru á flugi langt fram eftir degi. 1.600 starfsmenn SAS hafa átt í kjaradeilu við vinnuveitendur sína sem er ennþá óleyst. Þeir eru ekki þeir einu sem lagt hafa niður störf því í gær fóru danskir strætisvagnabílstjórar í verkfall. 700.000 manns komust ekki til vinnu sinnar af þeim sökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×