Erlent

Framdi sjálfsmorð í beinni

Tveggja barna breskur faðir sem framdi sjálfsmorð í beinni útsendingu á netinu átti við veikindi að stríða að sögn eiginkonu hans. Lögregla fann Kevin Whitrick, 42 ára, látinn á heimili sínu stuttu eftir hún var látin vita. Einn af áhorfendum á netinu hafði þá hringt í lögregluna.

Eiginkona Kevins lýsti honum sem ástríkum eiginmanni og föður. Hún sagði hann alltaf hafa verið gleðigjafann í mannfögnuðum og að hann hefði verið umhyggjusamur og dáður af mörgum. Hann lenti hins vegar í alvarlegu bílslysi í júlí árið 2006 og náði aldrei aftur fullri heilsu.

Talsmaður lögreglu sagði að Kevin hefði verið að tala við hóp fólks á spjallrás á internetinu og hafi sýnt þeim það sem fram fór á vefmyndavél sinni. Lögreglan leitar enn vitna en sá sem hringdi og lét hana vita af atburðinum hefur enn ekki gefið sig fram.

Fréttavefur breska dagblaðsins Times skýrir frá þessu í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×