Erlent

Enn óvissa um stjórnarskrá

Evrópusambandið heldur upp á fimmtíu ára afmæli sitt hinn 25. þessa mánaðar. Þann dag árið 1957 var stofnsáttmáli þess undirritaður í Rómarborg. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og líklega flestir sammála um að mikill árangur hafi náðst. Engu að síður er enn tekist á um grundvallaratriði, eins og til dæmis sameiginlega stjórnarskrá allra aðildarríkjanna. Á skýringarmyndinni hér til hliðar má sjá þróun sambandsins og þau mál sem helst steytir á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×