Fótbolti

Vieri við það að snúa aftur á völlinn

Christian Vieri hefur ekki spilað fótbolta að neinu viti frá síðan í sama mánuði á síðasta ári.
Christian Vieri hefur ekki spilað fótbolta að neinu viti frá síðan í sama mánuði á síðasta ári. MYND/AFP

Ítalski sóknarmaðurinn Chrstian Vieri er á góðum batavegi eftir að hafa verið frá keppni og æfingum síðasta árið vegna meiðsla og er jafnvel talið að hann muni spila sinn fyrsta leik um helgina frá því í mars á síðasta ári. Vieri er byrjaður að æfa af fullum krafti og er í skýjunum með að geta loksins byrjað að spila á ný.

"Eftir að hafa verið frá í 12 mánuði er ég að verða tilbúinn aftur, og það er yndisleg tilfinning. Ég er mjög ánægður og hef saknað þess að spila fótbolta," sagði Vieri, en hann samdi við Atlanta fyrir tímabilið og er þar á algjörum lágmarkslaunum. Vieri, fyrrum landsliðsmaður Ítala og leikmaður með Milan, Inter og Lazio, var á mála hjá Monaco á síðustu leiktíð þar sem hann einmitt meiddist á hné í mars á síðasta ári.

"Læknar hafa gefið mér grænt ljós á að æfa á fullu og ég get ekki beðið eftir því að stíga aftur á völlinn. Það skiptir mig öllu máli að geta spilað," bætti Vieri við, en hann er orðinn 34 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×