Raikkonen á að fá að drekka að vild 25. mars 2007 18:30 Kimi Raikkonen er finnskur töffari. MYND/Getty Eddie Jordan, ein af helstu goðsögnu formúlu 1, hefur beðið forráðamenn Ferrari um að hafa ekki áhyggjur af óhóflegri drykkju finnska ökumannsins Kimi Raikkonen, en sá er sagður vera mikið fyrir að fara út á lífið og fá í tána. Jordan segir að á meðan Raikkonen haldi áfram að aka eins og hann hefur verið að gera geti drykkjan ekki annað en verið að gera honum gott. "Það er alþekkt staðreynd að Finnar eru mikið fyrir sopann og Kimi er einfaldlega að gera það sem hann hefur alist upp við. Finnar geta innbyrt óheyrilegt magn af alkahóli og þeir hugsa sérstaklega hlýtt til v okda. Ef Kimi langar að drekka það á milli æfinga og keppna þá finnst mér það alveg sjálfsagt," segir Jordan. "Hann er 27 ára gamall. Börnin mín eru á svipuðum aldri og ég veit hvað skemmtilegt kvöld á djamminu þýðir fyrir þau. Af hverju ekki að leyfa þeim það?," bætti Jordan við. "Svo framarlega sem hann er ekki undir áhrifum á æfingum finnst mér að hann megi detta í það að vild." Talið er að drykkjulæti hafi verið stór ástæða þess að forráðamenn McLaren hafi ekki lagt sig meira fram við að halda Raikkonen í sínum röðum og ákveðið að sleppa honum til Ferrari á þessu tímabili. Raikkonen vann öruggan sigur í fyrsta kappakstri ársins í Ástralíu um síðustu helgi. Formúla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Eddie Jordan, ein af helstu goðsögnu formúlu 1, hefur beðið forráðamenn Ferrari um að hafa ekki áhyggjur af óhóflegri drykkju finnska ökumannsins Kimi Raikkonen, en sá er sagður vera mikið fyrir að fara út á lífið og fá í tána. Jordan segir að á meðan Raikkonen haldi áfram að aka eins og hann hefur verið að gera geti drykkjan ekki annað en verið að gera honum gott. "Það er alþekkt staðreynd að Finnar eru mikið fyrir sopann og Kimi er einfaldlega að gera það sem hann hefur alist upp við. Finnar geta innbyrt óheyrilegt magn af alkahóli og þeir hugsa sérstaklega hlýtt til v okda. Ef Kimi langar að drekka það á milli æfinga og keppna þá finnst mér það alveg sjálfsagt," segir Jordan. "Hann er 27 ára gamall. Börnin mín eru á svipuðum aldri og ég veit hvað skemmtilegt kvöld á djamminu þýðir fyrir þau. Af hverju ekki að leyfa þeim það?," bætti Jordan við. "Svo framarlega sem hann er ekki undir áhrifum á æfingum finnst mér að hann megi detta í það að vild." Talið er að drykkjulæti hafi verið stór ástæða þess að forráðamenn McLaren hafi ekki lagt sig meira fram við að halda Raikkonen í sínum röðum og ákveðið að sleppa honum til Ferrari á þessu tímabili. Raikkonen vann öruggan sigur í fyrsta kappakstri ársins í Ástralíu um síðustu helgi.
Formúla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira