Er tölvan þín örugg? 26. mars 2007 18:49 Hætt er við því að margir netnotendur séu ekki nægilega meðvitaðir um öryggi sitt á netinu. Netbankaviðskipti eru að vísu langt um öruggari eftir tilkomu auðkennislykla en samt sem áður eru margar gildrur sem órpúttnir náungar geta nýtt sér, bæði þeir sem hafa áhuga á að græða peninga og eins þeir sem virðast hafa það markmið eitt að skemma fyrir öðrum. Ýmis konar njósnabúnaður (spyware) hleðst niður á tölvur í bakgrunni venjulegrar netvinnslu. Þá eru einnig fjölmörg veffyrirtæki sem hlaða niður auglýsingabúnaði (adware) sem njósnar um netnotkun fólks og opnar pop-up glugga með auglýsingum þegar síst skyldi. Njósnabúnaðurinn getur verið hannaður með það að augnamiði að stela kreditkortanúmerum fólks. Tiltölulega einfalt er að verjast slíkum búnaði. Í nýjasta Windows Vista stýrikerfinu er innbyggður búnaður sem á að uppfærast sjálkrafa og verja netnotendur fyrir njósnabúnaðinum. Þá eru fjölmörg forrit sem hægt er að nálgast ókeypis á netinu hönnuð til þess að finna og eyða slíkum búnaði. Eitt það vinsælasta er Adaware og annað er Spybot. Þessi forrit er gott að keyra upp reglulega, uppfæra þau og láta þau finna og eyða njósnabúnaði í tölvunni. Það kemur mörgum óþægilega á óvart hversu mikið þessi forrit finna þegar þau eru keyrð í fyrsta skipti eftir mikla netnotkun. Margir netnotendur hafa þá valið að nota vafrann Mozilla Firefox í stað Internet Explorer, en Firefox ku ekki vera jafn duglegur að hlaða niður njósnabúnaði. Ekki má heldur gleyma vírusum sem eru fjölmargir í umferð og margir til þess fallnir að skemma tölvugögn þannig að erfitt sé að nálgast þau aftur. Til að forðast vírusa er mikilvægt að hafa öfluga vírusvörn sem uppfærist sjálfkrafa með upplýsingum um nýja vírusa í umferð. Margur hefur brennt sig á því að trassa að endurnýja áskrift að vírusvörninni sinni. Þessi vandamál eru eitthvað sem notendur Apple tölva hafa ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af þar sem tölvuþrjótar virðast ekki hafa mikinn áhuga á að skrifa njósnabúnað og vírusa fyrir þannig vélar en ástæða er til að hvetja fjölmarga notendur PC-tölva til að kynna sér málið vel og tryggja að tölvan sé vel varin. Við hvetjum lesendur til að tjá sig hér að neðan um sína reynslu af tölvurusli og þiggjum ábendingar um góð ráð. Tækni Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hætt er við því að margir netnotendur séu ekki nægilega meðvitaðir um öryggi sitt á netinu. Netbankaviðskipti eru að vísu langt um öruggari eftir tilkomu auðkennislykla en samt sem áður eru margar gildrur sem órpúttnir náungar geta nýtt sér, bæði þeir sem hafa áhuga á að græða peninga og eins þeir sem virðast hafa það markmið eitt að skemma fyrir öðrum. Ýmis konar njósnabúnaður (spyware) hleðst niður á tölvur í bakgrunni venjulegrar netvinnslu. Þá eru einnig fjölmörg veffyrirtæki sem hlaða niður auglýsingabúnaði (adware) sem njósnar um netnotkun fólks og opnar pop-up glugga með auglýsingum þegar síst skyldi. Njósnabúnaðurinn getur verið hannaður með það að augnamiði að stela kreditkortanúmerum fólks. Tiltölulega einfalt er að verjast slíkum búnaði. Í nýjasta Windows Vista stýrikerfinu er innbyggður búnaður sem á að uppfærast sjálkrafa og verja netnotendur fyrir njósnabúnaðinum. Þá eru fjölmörg forrit sem hægt er að nálgast ókeypis á netinu hönnuð til þess að finna og eyða slíkum búnaði. Eitt það vinsælasta er Adaware og annað er Spybot. Þessi forrit er gott að keyra upp reglulega, uppfæra þau og láta þau finna og eyða njósnabúnaði í tölvunni. Það kemur mörgum óþægilega á óvart hversu mikið þessi forrit finna þegar þau eru keyrð í fyrsta skipti eftir mikla netnotkun. Margir netnotendur hafa þá valið að nota vafrann Mozilla Firefox í stað Internet Explorer, en Firefox ku ekki vera jafn duglegur að hlaða niður njósnabúnaði. Ekki má heldur gleyma vírusum sem eru fjölmargir í umferð og margir til þess fallnir að skemma tölvugögn þannig að erfitt sé að nálgast þau aftur. Til að forðast vírusa er mikilvægt að hafa öfluga vírusvörn sem uppfærist sjálfkrafa með upplýsingum um nýja vírusa í umferð. Margur hefur brennt sig á því að trassa að endurnýja áskrift að vírusvörninni sinni. Þessi vandamál eru eitthvað sem notendur Apple tölva hafa ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af þar sem tölvuþrjótar virðast ekki hafa mikinn áhuga á að skrifa njósnabúnað og vírusa fyrir þannig vélar en ástæða er til að hvetja fjölmarga notendur PC-tölva til að kynna sér málið vel og tryggja að tölvan sé vel varin. Við hvetjum lesendur til að tjá sig hér að neðan um sína reynslu af tölvurusli og þiggjum ábendingar um góð ráð.
Tækni Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira