Innlent

Olíuverð heldur áfram að hækka

Olíuverð hélt áfram að hækka á heimsmarkaði í gær vegna vaxandi spennu í Austurlöndum nær, sem rakin er til bresku gíslanna í Íran. Tunnan fór upp i 66 dollara á helstu mörkuðum í gær og hefur ekki verið jafn dýr um nokkurt skeið.

Fastlega má búast við að hækkunin fari að hafa áhrif á bensínverð hér á landi, þótt olíufélögin séu hætt að fylgja heimsmarkaðsverði með sama hætti og þau voru farin að gera um tíma í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×