Ákvörðun ráðherra viðurkenning á að mikil þekking sé fyrir norðan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. september 2024 12:05 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, er ánægð með að ný stofnun verði með höfuðstöðvar sínar á Akureyri. Bæjarstjórinn á Akureyri segir það mikla viðurkenningu fyrir bæinn að höfuðstöðvar nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar verði á Akureyri og til marks um þá miklu þekkingu sem sé til staðar í bæjarfélaginu. Hún er sannfærð um að þetta muni hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið fyrir norðan. Ný umhverfis- og orkustofnun tekur við starfsemi Orkustofnunar og hluta starfsemi umhverfisstofnunar. Á dögunum var Gestur Pétursson ráðinn forstjóri stofnunarinnar sem mun hafa aðsetur á Akureyri. Fastir starfsmenn nýrrar stofnunar verða um hundrað en tuttugu fastar starfsstöðvar og gestastofur eru nú þegar staðsettar víða um land en starfsfólki verður ekki gert að færa sig frá sínum starfsstöðvum. Haft er eftir orku-og umhverfismálaráðherra í tilkynningu að eitt af hans markmiðum í stofnanabreytingum ráðuneytisins sé að fjölga störfum á landsbyggðinni. Mikil tækifæri í fjölbreyttum störfum Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, telur þetta mikið heillaspor. „Ég er að sjálfsögðu mjög glöð og stolt af því og það verður gaman að fá þennan hóp og fá þessa nýju stofnun hingað til Akureyrar og ég er sannfærð um það að það muni hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið hér.“ Það hafi þýðingu fyrir bæjarfélagið að búa yfir fjölbreytni í úrvali starfa. Í þessu tilfelli er um að ræða sérfræðistörf sem kalla á sérhæfða þekkingu. „Það er eitthvað sem við höfum kallað eftir þannig að við erum ánægð með að fá þennan hóp til okkar,“ segir Ásthildur sem bætir við að forveri nýrrar stofnunar, Orkustofnun og að hluta Umhverfisstofnun hefðu boðið upp á störf án staðsetningar. Ásthildur skynjar viðhorfsbreytingu í samfélaginu á þessa leið og að í þessari stefnu felist mikil tækifæri. „Að það skipti ekki máli hvar okkar besta fólk býr heldur sé það þekking þess sem skipti máli. En svo er bara stórt atriði fyrir samfélög eins og Akureyri að fá þessa viðurkenningu á því að hér sé mikil þekking til staðar til þess að hafa þennan kjarna sem þarf alltaf að vera í höfuðstöðvum hérna á Akureyri og við erum bara mjög stolt af því,“ segir Ásthildur. Byggðamál Akureyri Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. 18. september 2024 10:06 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Ný umhverfis- og orkustofnun tekur við starfsemi Orkustofnunar og hluta starfsemi umhverfisstofnunar. Á dögunum var Gestur Pétursson ráðinn forstjóri stofnunarinnar sem mun hafa aðsetur á Akureyri. Fastir starfsmenn nýrrar stofnunar verða um hundrað en tuttugu fastar starfsstöðvar og gestastofur eru nú þegar staðsettar víða um land en starfsfólki verður ekki gert að færa sig frá sínum starfsstöðvum. Haft er eftir orku-og umhverfismálaráðherra í tilkynningu að eitt af hans markmiðum í stofnanabreytingum ráðuneytisins sé að fjölga störfum á landsbyggðinni. Mikil tækifæri í fjölbreyttum störfum Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, telur þetta mikið heillaspor. „Ég er að sjálfsögðu mjög glöð og stolt af því og það verður gaman að fá þennan hóp og fá þessa nýju stofnun hingað til Akureyrar og ég er sannfærð um það að það muni hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið hér.“ Það hafi þýðingu fyrir bæjarfélagið að búa yfir fjölbreytni í úrvali starfa. Í þessu tilfelli er um að ræða sérfræðistörf sem kalla á sérhæfða þekkingu. „Það er eitthvað sem við höfum kallað eftir þannig að við erum ánægð með að fá þennan hóp til okkar,“ segir Ásthildur sem bætir við að forveri nýrrar stofnunar, Orkustofnun og að hluta Umhverfisstofnun hefðu boðið upp á störf án staðsetningar. Ásthildur skynjar viðhorfsbreytingu í samfélaginu á þessa leið og að í þessari stefnu felist mikil tækifæri. „Að það skipti ekki máli hvar okkar besta fólk býr heldur sé það þekking þess sem skipti máli. En svo er bara stórt atriði fyrir samfélög eins og Akureyri að fá þessa viðurkenningu á því að hér sé mikil þekking til staðar til þess að hafa þennan kjarna sem þarf alltaf að vera í höfuðstöðvum hérna á Akureyri og við erum bara mjög stolt af því,“ segir Ásthildur.
Byggðamál Akureyri Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. 18. september 2024 10:06 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. 18. september 2024 10:06