Innlent

Á­fram í varð­haldi fyrir að ræna og hóta ung­mennum

Kjartan Kjartansson skrifar
Eitt atvikið átti sér stað við Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Mennirnir veittust að börnum eða ungmennum að leik og kröfðu þau um fé á nokkrum stöðum í bænum.
Eitt atvikið átti sér stað við Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Mennirnir veittust að börnum eða ungmennum að leik og kröfðu þau um fé á nokkrum stöðum í bænum. Vísir/Einar

Tveir karlmenn um tvítugt voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Þeir eru grunaðir um að ræna drengi, hóta þeim og beita þá ofbeldi í Hafnarfirði í ágúst.

Tvímenningarnir, sem eru nítján og tuttugu og eins árs voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í lok síðasta mánaðar. Héraðsdómur framlengdi það til 17. október í dag, að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Atvikin áttu sé stað á þremur stöðum í Hafnafirði: við verslunarmiðstöðina Fjörð, á Víðistaðatúni og við Hraunvallaskóla. Mennirnir eru sakaðir um að hafa beitt börn eða ungmenni ofbeldi og hótað þeim til þess að neyða þau til þess að millifæra á sig fé.

Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði, sagði Vísi í síðasta mánuði að mennirnir hafi leikið sama leik annas staðar á höfuðborgarsvæðinu áður. Þeir voru handteknir eftir þrjú rán í Hafnarfirði á einni viku í seinni hluta ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×