Urmull af aprílgöbbum 2. apríl 2007 19:00 Fjölmargir hlupu apríl í gær enda voru aprílgöbb fjölmiðlanna einstaklega fjölbreytt að þessu sinni. Hér á Stöð 2 aðstoðaði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, við sprellið og er óhætt að segja að hann hafi átt stórleik í hlutverki sínu. Fjölmiðlar heimsins hafa lengi látið almenning hlaupa apríl. Til dæmis varð frægt árið 1957 þegar Breska ríkisútvarpið birti frétt um að spaghettíuppskeran í Sviss hefði brugðist og fjórum áratugum síðar vakti auglýsing Burger King athygli um að hamborgarar fyrir örvhenta væru komnir á markað þar sem sósan læki hægra megin undan brauðinu. Aprílgöbb gærdagsins hér á landi voru fjölbreytt að vanda. Bæði Ríkissjónvarpið og Fréttablaðið tilkynntu um brunaútsölu á munum úr eigu RÚV, fréttastofa útvarps upplýsti að trén úr Heiðmörk hefðu fundist á lóð Áhaldahúss Kópavogs og vefsíðan Suðurland.is boðaði útsölu á munum úr eigu Byrgisins. Hér á Stöð 2 ákváðum við hins vegar að segja frá því að úrtökupróf fyrir 240 manna varalið ríkislögreglustjóra væru hafin. Við fengum í lið með okkur fólk úr af líkamsræktarnámskeiðinu Boot Camp sem var við æfingar á Klambratúni og sjálfan dómsmálaráðherrann Björn Bjarnason. Björn fór á kostum í hlutverki sínu og brá ekki svip enda bitu allmargir á agnið og fóru inn á vefsíðu þar sem þeir var tjáð að þeir hefðu hlaupið apríl. Við þökkum Birni og fólkinu í Bootcamp kærlega fyrir aðstoðina. Aprílgabb Fréttir Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Fjölmargir hlupu apríl í gær enda voru aprílgöbb fjölmiðlanna einstaklega fjölbreytt að þessu sinni. Hér á Stöð 2 aðstoðaði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, við sprellið og er óhætt að segja að hann hafi átt stórleik í hlutverki sínu. Fjölmiðlar heimsins hafa lengi látið almenning hlaupa apríl. Til dæmis varð frægt árið 1957 þegar Breska ríkisútvarpið birti frétt um að spaghettíuppskeran í Sviss hefði brugðist og fjórum áratugum síðar vakti auglýsing Burger King athygli um að hamborgarar fyrir örvhenta væru komnir á markað þar sem sósan læki hægra megin undan brauðinu. Aprílgöbb gærdagsins hér á landi voru fjölbreytt að vanda. Bæði Ríkissjónvarpið og Fréttablaðið tilkynntu um brunaútsölu á munum úr eigu RÚV, fréttastofa útvarps upplýsti að trén úr Heiðmörk hefðu fundist á lóð Áhaldahúss Kópavogs og vefsíðan Suðurland.is boðaði útsölu á munum úr eigu Byrgisins. Hér á Stöð 2 ákváðum við hins vegar að segja frá því að úrtökupróf fyrir 240 manna varalið ríkislögreglustjóra væru hafin. Við fengum í lið með okkur fólk úr af líkamsræktarnámskeiðinu Boot Camp sem var við æfingar á Klambratúni og sjálfan dómsmálaráðherrann Björn Bjarnason. Björn fór á kostum í hlutverki sínu og brá ekki svip enda bitu allmargir á agnið og fóru inn á vefsíðu þar sem þeir var tjáð að þeir hefðu hlaupið apríl. Við þökkum Birni og fólkinu í Bootcamp kærlega fyrir aðstoðina.
Aprílgabb Fréttir Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira