Aprílgabb

Fréttamynd

Love Is­land, kyn­líf­stæki og póst­hross

Margir hlupu eflaust apríl í gær. Fjöldi fyrirtækja tók þátt í þessari alþjóðlegu hefð; Elko sagðist ætla að opna nýja verslun á Tenerife, Krónan auglýsti grænmetisfyllt páskaegg, Pósturinn boðaði umhverfisvæna aðgerð með dreifingu pósts á hestbaki, ný göng undir Selfoss áttu að verða að veruleika og svo lengi mætti telja.

Lífið
Fréttamynd

Gústi B og Rikki G opna FM95mathöll

Ný mathöll verður opnuð í JL-húsinu í vesturbæ Reykjavíkur við hátíðlega athöfn klukkan 11:30 í dag. Það eru útvarpsmennirnir Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, og Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, sem eru í forsvari fyrir hana. Mun hún heita FM95Mathöll. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

1. apríl 2022: Þrí­eykið gert ó­dauð­legt, nýr Í­þrótta­álfur tekur við og Sumar­búð Ís­lendinga rís

Fyrsti apríl, dagurinn sem fólk ýmist elskar eða elskar að hata, er nú genginn í garð enn einu sinni og strax á miðnætti hófust fyrirtæki, fréttamiðlar, fyrirtæki og einstaklingar handa við að reyna að gabba Íslendinga. Fréttastofa hefur tekið saman nokkur helstu göbb dagsins en sitt sýnist hverjum um hversu frumleg eða trúverðug þau eru í ár. 

Lífið
Fréttamynd

Afhjúpuðu styttu af þríeykinu

Stytta af þríeykinu svokallaða, Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni verður afhjúpuð við hátíðlega athöfn við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð í Reykjavík í dag. Afhjúpunin hefst klukkan 10 og er almenningi boðið að vera viðstaddur. Fyrir þá sem ekki komast verður beint streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi.

Menning
Fréttamynd

1. apríl 2021: Fríar þyrluferðir, lítið notuð kynlífstæki og óvænt bóluefni í boði

Fólk og fyrirtæki keppast gjarnan við að reyna að láta fólk hlaupa apríl á fyrsta degi þessa herrans mánaðar sem er í dag. Þótt almenna reglan hafi í gegnum tíðina verið sú að reyna að fá fólk til að hlaupa apríl í orðsins fyllstu merkingu, það er í tíma og rúmi, þá hafa göbbin í ár líkt og í fyrra mörg einkennst af því að vera á rafrænu formi með einum eða örðum hætti í ljósi kórónuveirufaraldursins.

Lífið
Fréttamynd

Fjölmiðlar féllu í aprílgabbsgildru feðganna

Feðgarnir Leifur Geir Hafsteinsson og Kristján Steinn Leifsson vöktu heldur betur athygli í vikunni þegar þeir sendu frá sér stuðningsmannasöng til Víðis Reynissonar, Þórólf Guðnason og Ölmu Möller.

Lífið
Fréttamynd

Hatari með síðasta aprílgabb dagsins?

Hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands í Eurovision í ár, tilkynnir á síðunni Icelandic Music News að þeir ætli ekki að taka þátt í keppninni í ár. Athygli vekur að tilkynningin kemur 1. apríl.

Lífið
Fréttamynd

Strætóbílstjóri lét farþega hlaupa apríl

Farþegum um borð í strætisvagni, nánar tiltekið leið 11, brá heldur betur í brún í gær þegar vagnstjórinn stöðvaði skyndilega vagninn við stoppistöð á Fríkirkjuvegi og bað alla um að fara út.

Innlent
  • «
  • 1
  • 2