Erlent

Fimm þúsund kanínur á hraðbrautinni

Umferð um fjölförnustu hraðbraut Ungverjalands stöðvaðist í margar klukkustundir í dag þegar bíll með fimm þúsund kanínur innanborðs lenti í árekstri og valt um koll. Allar kanínurnar sluppu úr búrum sínum og hlupu eins og fætur toguðu út á þjóðveginn. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst hins vegar að smala rúmlega fjögur þúsund þeirra aftur saman og koma þeim í búr sín á ný. Fimm hundruð kanínur eru sagðar hafa dáið í hamaganginum en annar eins fjöldi kom sér í skjól í nálægum skógi og má því búast við blómlegri kanínubyggð þar í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×