Andúð á ríkum ungmennum sögð ástæðan 17. apríl 2007 19:01 Andúð á auðugum ungmennum er sögð rót fjöldamorðanna óhugnanlegu í Blacksburg í Virginíu í gær. 23 ára gamall suðurkóreskur maður stráfelldi þá 32 samnemendur sína og starfsmenn við aðalháskóla borgarinnar. Íslensk kona sem stundar nám við skólann segir mikinn samhug hafa ríkt á meðal nemenda skólans í dag. Íbúar Blacksburg eru enn í losti eftir harmleik gærdagsins þegar 32 nemendur nemendur og kennarar við Virginia Tech-háskólans féllu fyrir hendi morðingja. Enn er verið að bera kennsl á fórnarlömbin en greint hefur verið frá nöfnum sumra þeirra. Í dag upplýsti lögreglan hver hefði staðið fyrir þessari mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. Maðurinn hét Cho Seung-Hui og var 23 ára gamall Suður-Kóreumaður. Hann stundaði enskunám við skólann. Cho lét til skarar skríða tvívegis og eftir seinni árásina svipti hann sig lífi. Byssur sem fundust á vettvangi seinni árásanna virðast einnig hafa verið notaðar við þá fyrri en samt vill lögreglan ekki útiloka að Cho hafi átt sér vitorðsmann. Cho virðist hafa verið mikill einfari og því er litlar upplýsingar um persónu hans að hafa. Fréttamiðlar hafa greint frá því að í fórum hans hafi fundist bréf þar sem hann lýsti andúð sinni á ríkum ungmennum og hún hafi knúið hann til illvirkisins. Engin kennsla var í skólanum í dag, í staðinn hafa nemendur þyrpst þar til fyrirbænastunda og sýnt hver öðrum stuðning. Dagmar Kristín Hannesdóttir, doktorsnemi við skólann, segir mikla samstöðu hafa verið ríkjandi á meðal stúdenta. Nú fyrir stundu hófst sérstök minningarsamkoma fyrir nemendur skólans sem Dagmar bjóst við að sækja. Á meðal viðstaddra eru George Bush forseti Bandaríkjanna og Laura kona hans. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Andúð á auðugum ungmennum er sögð rót fjöldamorðanna óhugnanlegu í Blacksburg í Virginíu í gær. 23 ára gamall suðurkóreskur maður stráfelldi þá 32 samnemendur sína og starfsmenn við aðalháskóla borgarinnar. Íslensk kona sem stundar nám við skólann segir mikinn samhug hafa ríkt á meðal nemenda skólans í dag. Íbúar Blacksburg eru enn í losti eftir harmleik gærdagsins þegar 32 nemendur nemendur og kennarar við Virginia Tech-háskólans féllu fyrir hendi morðingja. Enn er verið að bera kennsl á fórnarlömbin en greint hefur verið frá nöfnum sumra þeirra. Í dag upplýsti lögreglan hver hefði staðið fyrir þessari mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. Maðurinn hét Cho Seung-Hui og var 23 ára gamall Suður-Kóreumaður. Hann stundaði enskunám við skólann. Cho lét til skarar skríða tvívegis og eftir seinni árásina svipti hann sig lífi. Byssur sem fundust á vettvangi seinni árásanna virðast einnig hafa verið notaðar við þá fyrri en samt vill lögreglan ekki útiloka að Cho hafi átt sér vitorðsmann. Cho virðist hafa verið mikill einfari og því er litlar upplýsingar um persónu hans að hafa. Fréttamiðlar hafa greint frá því að í fórum hans hafi fundist bréf þar sem hann lýsti andúð sinni á ríkum ungmennum og hún hafi knúið hann til illvirkisins. Engin kennsla var í skólanum í dag, í staðinn hafa nemendur þyrpst þar til fyrirbænastunda og sýnt hver öðrum stuðning. Dagmar Kristín Hannesdóttir, doktorsnemi við skólann, segir mikla samstöðu hafa verið ríkjandi á meðal stúdenta. Nú fyrir stundu hófst sérstök minningarsamkoma fyrir nemendur skólans sem Dagmar bjóst við að sækja. Á meðal viðstaddra eru George Bush forseti Bandaríkjanna og Laura kona hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira