Deildarkeppnin búin í NBA - Allt klárt fyrir úrslitakeppnina 19. apríl 2007 13:15 Leikmenn Golden State stigu stríðsdans í búningsklefanum eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í 13 ár NordicPhotos/GettyImages Síðasta umferðin í deildarkeppni NBA fór fram í nótt og þar réðist hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn. Segja má að ótrúlegar breytingar hafi átt sér stað í síðustu umferðinni, því nokkur lið höfðu sætaskipti á lokasprettinum. Cleveland lagði Milwaukee 109-96 þar sem LeBron James skoraði 24 stig fyrir Cleveland en Earl Boykins var með 28 stig hjá Milwaukee. Sigur Cleveland (á meðan Chicago tapaði) þýddi að liðið náði öðru sæti Austurdeildar með góðum lokaspretti. Orlando lagði Miami auðveldlega 94-68 þar sem Miami hvíldi sína bestu menn. Bæði lið tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni. Philadlephia lagði Toronto 122-119, en Toronto var þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. New York lagði Charlotte og þar með tapaði Bernie Bickerstaff síðasta leik sínum sem þjálfari Charlotte. Eddy Curry var stigahæstur hjá New York með 28 stig og þar á meðal sigurkörfuna í blálokin. Detroit lagði Boston 91-89 þar sem Flip Murray skoraði sigurkörfu Detroit um leið og lokaflautið gall - og lét það ekki á sig fá að skotárás var gerð á heimili hans kvöldið áður (?) Minnesota tryggði sér á vafasaman hátt sæti í lotteríinu í nýliðavalinu með því að tapa fyrir 116-94 Memphis, en sigur hefði þýtt að liðið hefði ekki komist í lotteríið. Washington lagði Indiana 98-95 og fékk 7. sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Indiana lauk þar með sínu lélegasta tímabili í háa herrans tíð og hafa stjórnarmenn félagsins boðið mikla tiltekt í herbúðum liðsins í sumar. Varalið Denver lagði varalið San Antonio 100-77 í einstaklega óeftirminnilegum leik, en allar helstu stjörnur liðanna sátu á bekknum þar sem liðin höfðu þegar tryggt sér föst sæti í úrslitakeppninni og mætast þar í fyrstu umferð um helgina. Sömu sögu var að segja af Utah og Houston. Utah vann sigur 101-91 í Salt Lake City og þessi lið munu mætast í fyrstu umferð Vesturdeildar sem liðin í fjórða og fimmta sæti - en Houston er þar með heimavallarréttinn þar sem liðið var með einum leik betri árangur. Golden State tryggði sér áttunda sætið í Vesturdeildinni með sigri á Portland 120-98 á útivelli, en liðið var reyndar þegar orðið öruggt með sætið því að helstu keppinautar þess LA Clippers tapaði fyrir New Orleans 86-83 og missir af úrslitakeppninni - eins og til að kóróna ömurlegt keppnistímabil. Golden State hafði ekki tryggt sér sæti í úrslitakeppninni í 13 ár í röð - sem var lengsta gúrkutíð sinnar tegundar í NBA. Þess má geta að síðast þegar liðið komst í úrslitakeppnina, var það í síðustu stjórnartíð Don Nelson þjálfara sem tók aftur við liðinu í haust. Loks vann lið deildarkeppninnar Dallas auðveldan útisigur á Seattle 106-75 þar sem Dallas tefldi fram lykilmönnum sínum á ný. Sigurinn tryggði Dallas 67. sigurinn í vetur sem er einstakur árangur en Seattle vann aðeins 31 leik og er það versti árangur liðsins í tvo áratugi. Það er því ljóst að úrslitakeppni Austur- og Vesturdeildar raðast upp eins og hér segir, en úrslitakeppnin byrjar á fullu á laugardagskvöldið: Austurdeild: 1 Detroit - 8 Orlando 2 Cleveland - 7 Washington 3 Toronto - 6 New Jersey 4 Miami - 5 Chicago*Vesturdeild: 1 Dallas - 8 Golden State 2 Phoenix - 7 LA Lakers 3 San Antonio - 6 Denver 4 Utah - 5 Houston* *Chicago og Houston hafa heimavallarréttinn vegna betri árangurs. NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Síðasta umferðin í deildarkeppni NBA fór fram í nótt og þar réðist hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn. Segja má að ótrúlegar breytingar hafi átt sér stað í síðustu umferðinni, því nokkur lið höfðu sætaskipti á lokasprettinum. Cleveland lagði Milwaukee 109-96 þar sem LeBron James skoraði 24 stig fyrir Cleveland en Earl Boykins var með 28 stig hjá Milwaukee. Sigur Cleveland (á meðan Chicago tapaði) þýddi að liðið náði öðru sæti Austurdeildar með góðum lokaspretti. Orlando lagði Miami auðveldlega 94-68 þar sem Miami hvíldi sína bestu menn. Bæði lið tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni. Philadlephia lagði Toronto 122-119, en Toronto var þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. New York lagði Charlotte og þar með tapaði Bernie Bickerstaff síðasta leik sínum sem þjálfari Charlotte. Eddy Curry var stigahæstur hjá New York með 28 stig og þar á meðal sigurkörfuna í blálokin. Detroit lagði Boston 91-89 þar sem Flip Murray skoraði sigurkörfu Detroit um leið og lokaflautið gall - og lét það ekki á sig fá að skotárás var gerð á heimili hans kvöldið áður (?) Minnesota tryggði sér á vafasaman hátt sæti í lotteríinu í nýliðavalinu með því að tapa fyrir 116-94 Memphis, en sigur hefði þýtt að liðið hefði ekki komist í lotteríið. Washington lagði Indiana 98-95 og fékk 7. sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Indiana lauk þar með sínu lélegasta tímabili í háa herrans tíð og hafa stjórnarmenn félagsins boðið mikla tiltekt í herbúðum liðsins í sumar. Varalið Denver lagði varalið San Antonio 100-77 í einstaklega óeftirminnilegum leik, en allar helstu stjörnur liðanna sátu á bekknum þar sem liðin höfðu þegar tryggt sér föst sæti í úrslitakeppninni og mætast þar í fyrstu umferð um helgina. Sömu sögu var að segja af Utah og Houston. Utah vann sigur 101-91 í Salt Lake City og þessi lið munu mætast í fyrstu umferð Vesturdeildar sem liðin í fjórða og fimmta sæti - en Houston er þar með heimavallarréttinn þar sem liðið var með einum leik betri árangur. Golden State tryggði sér áttunda sætið í Vesturdeildinni með sigri á Portland 120-98 á útivelli, en liðið var reyndar þegar orðið öruggt með sætið því að helstu keppinautar þess LA Clippers tapaði fyrir New Orleans 86-83 og missir af úrslitakeppninni - eins og til að kóróna ömurlegt keppnistímabil. Golden State hafði ekki tryggt sér sæti í úrslitakeppninni í 13 ár í röð - sem var lengsta gúrkutíð sinnar tegundar í NBA. Þess má geta að síðast þegar liðið komst í úrslitakeppnina, var það í síðustu stjórnartíð Don Nelson þjálfara sem tók aftur við liðinu í haust. Loks vann lið deildarkeppninnar Dallas auðveldan útisigur á Seattle 106-75 þar sem Dallas tefldi fram lykilmönnum sínum á ný. Sigurinn tryggði Dallas 67. sigurinn í vetur sem er einstakur árangur en Seattle vann aðeins 31 leik og er það versti árangur liðsins í tvo áratugi. Það er því ljóst að úrslitakeppni Austur- og Vesturdeildar raðast upp eins og hér segir, en úrslitakeppnin byrjar á fullu á laugardagskvöldið: Austurdeild: 1 Detroit - 8 Orlando 2 Cleveland - 7 Washington 3 Toronto - 6 New Jersey 4 Miami - 5 Chicago*Vesturdeild: 1 Dallas - 8 Golden State 2 Phoenix - 7 LA Lakers 3 San Antonio - 6 Denver 4 Utah - 5 Houston* *Chicago og Houston hafa heimavallarréttinn vegna betri árangurs.
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti