Upphitun fyrir úrslitakeppni NBA - Vesturdeild 21. apríl 2007 03:33 Úrslitakeppnin hefst með látum í kvöld og þá verður leikur Detroit og Orlando sýndur beint á NBA TV. Sýn Extra sýnir svo leik Phoenix og LA Lakers annað kvöld klukkan 19 NordicPhotos/GettyImages Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Reiknað er með gríðarlegri spennu í fyrstu umferðinni í Vesturdeildinni, en þar hallast menn að því að það verði Dallas, Phoenix og San Antonio sem berjast um sæti í úrslitaeinvíginu í júní. Dallas - Golden State Dallas hefur verið jafnbesta liðið í NBA í vetur og náði liðið einum besta árangri sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar. Flestir reikna með því að einvígi Dallas og Golden State verði leikur kattarins að músinni, en þó ber að hafa í huga að Don Nelson þjálfari Golden State, og fyrrum þjálfari Dallas, þekkir veikleika mótherja sinna betur en nokkur annar. Golden State vann alla leiki liðanna í deildarkeppninni í vetur og því mætti ætla að einvígið gæti orðið forvitnilegt. Dallas ætti þó með öllu að fara hér örugglega áfram. Phoenix - LA Lakers Þessi lið háðu mjög eftirminnilegt einvígi í úrslitakeppninni í fyrra og varla verður annað uppi á teningnum að þessu sinni. Lakers-liðið hefur þó dalað mikið á síðustu vikum og varnarleikur liðsins hefur alls ekki verið nógu góður. Phoenix er þvert á móti enn sterkara en það var í fyrra og þar munar mest um að allir lykilmenn liðsins eru nú heilir. Phoenix ætti að hafa betur í þessu einvígi, en enginn skyldi vanmeta lið sem hefur nífaldan meistaraþjálfarann Phil Jackson á hliðarlínunni og Kobe Bryant í stuði. San Antonio - Denver San Antonio fær það erfiða hlutskipti þriðja árið í röð að mæta einu heitasta liði deildarinnar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þeir Allen Iverson og Carmelo Anthony hafa loksins verið að smella saman að undanförnu og er Denver búið að vera á góðri rispu undanfarnar vikur. San Antonio liðið er hinsvegar hokið af reynslu og varnarleikur liðsins ógnarsterkur. Tim Duncan gengur líka heill til skógar í ár og það munar miklu fyrir liðið. Þetta einvígi verður áhugavert, en óvíst er að Denver geri meira en að stríða San Antonio. Utah - Houston Hér er á ferðinni skemmtilegt einvígi liða sem eiga eftir að gera hvort öðru lífið leitt. Þeir Tracy McGrady og Yao Ming eru aldrei þessu vant báðir þokkalega heilir þessa dagana og þá er lið Houston erfitt viðureignar. McGrady á þó enn eftir að hrista af sér drauga fortíðar með því að vinna seríu í úrslitakeppni og hann fær vart betra tækifæri til þess en nú. Utah var eitt af spútnikliðum vetrarins og náði frábærum árangri, en liðið dalaði mjög á síðustu vikum tímabilsins og hefur alls ekki leikið vel. Það er ekki gott veganesti í úrslitakeppni og því hætt við því að Houston sé sigurstranglegra liðið, enda veðja nær allir sérfræðingar í Bandaríkjunu á að Houston verði það lið sem komi einna mest á óvart í úrslitakeppninni í ár. Hér fyrir neðan er leikjaplanið á NBA TV fyrstu vikuna í úrslitakeppninni, en sjónvarpsstöðin Sýn Extra verður með fyrstu beinu útsendinguna frá úrslitakeppninni á sunnudagskvöldið þar sem sýndur verður leikur Phoenix Suns og LA Lakers klukkan 19. Laugardagur 21. apríl Detroit - Orlando leikur 1 klukkan 23:00 Sunnudagur 22. apríl San Antonio - Denver leikur 1 klukkan 23:00 Mánudagur 23. apríl Houston - Utah leikur 2 klukkan 01:30 Þriðjudagur 24. apríl Toronto - New Jersey leikur 2 klukkan 23:00 Miðvikudagur 25. apríl Dallas - Golden State leikur 2 klukkan 01:30 Fimmtudagur 26. apríl Utah - Houston leikur 3 klukkan 01:00 Föstudagur 27. apríl New Jersey - Toronto leikur 3 klukkan 23:00 Laugardagur 28. apríl Orlando - Detroit leikur 4 klukkan 19:00 Sunnudagur 29. apríl New Jersey - Toronto leikur 4 klukkan 23:30 NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Reiknað er með gríðarlegri spennu í fyrstu umferðinni í Vesturdeildinni, en þar hallast menn að því að það verði Dallas, Phoenix og San Antonio sem berjast um sæti í úrslitaeinvíginu í júní. Dallas - Golden State Dallas hefur verið jafnbesta liðið í NBA í vetur og náði liðið einum besta árangri sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar. Flestir reikna með því að einvígi Dallas og Golden State verði leikur kattarins að músinni, en þó ber að hafa í huga að Don Nelson þjálfari Golden State, og fyrrum þjálfari Dallas, þekkir veikleika mótherja sinna betur en nokkur annar. Golden State vann alla leiki liðanna í deildarkeppninni í vetur og því mætti ætla að einvígið gæti orðið forvitnilegt. Dallas ætti þó með öllu að fara hér örugglega áfram. Phoenix - LA Lakers Þessi lið háðu mjög eftirminnilegt einvígi í úrslitakeppninni í fyrra og varla verður annað uppi á teningnum að þessu sinni. Lakers-liðið hefur þó dalað mikið á síðustu vikum og varnarleikur liðsins hefur alls ekki verið nógu góður. Phoenix er þvert á móti enn sterkara en það var í fyrra og þar munar mest um að allir lykilmenn liðsins eru nú heilir. Phoenix ætti að hafa betur í þessu einvígi, en enginn skyldi vanmeta lið sem hefur nífaldan meistaraþjálfarann Phil Jackson á hliðarlínunni og Kobe Bryant í stuði. San Antonio - Denver San Antonio fær það erfiða hlutskipti þriðja árið í röð að mæta einu heitasta liði deildarinnar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þeir Allen Iverson og Carmelo Anthony hafa loksins verið að smella saman að undanförnu og er Denver búið að vera á góðri rispu undanfarnar vikur. San Antonio liðið er hinsvegar hokið af reynslu og varnarleikur liðsins ógnarsterkur. Tim Duncan gengur líka heill til skógar í ár og það munar miklu fyrir liðið. Þetta einvígi verður áhugavert, en óvíst er að Denver geri meira en að stríða San Antonio. Utah - Houston Hér er á ferðinni skemmtilegt einvígi liða sem eiga eftir að gera hvort öðru lífið leitt. Þeir Tracy McGrady og Yao Ming eru aldrei þessu vant báðir þokkalega heilir þessa dagana og þá er lið Houston erfitt viðureignar. McGrady á þó enn eftir að hrista af sér drauga fortíðar með því að vinna seríu í úrslitakeppni og hann fær vart betra tækifæri til þess en nú. Utah var eitt af spútnikliðum vetrarins og náði frábærum árangri, en liðið dalaði mjög á síðustu vikum tímabilsins og hefur alls ekki leikið vel. Það er ekki gott veganesti í úrslitakeppni og því hætt við því að Houston sé sigurstranglegra liðið, enda veðja nær allir sérfræðingar í Bandaríkjunu á að Houston verði það lið sem komi einna mest á óvart í úrslitakeppninni í ár. Hér fyrir neðan er leikjaplanið á NBA TV fyrstu vikuna í úrslitakeppninni, en sjónvarpsstöðin Sýn Extra verður með fyrstu beinu útsendinguna frá úrslitakeppninni á sunnudagskvöldið þar sem sýndur verður leikur Phoenix Suns og LA Lakers klukkan 19. Laugardagur 21. apríl Detroit - Orlando leikur 1 klukkan 23:00 Sunnudagur 22. apríl San Antonio - Denver leikur 1 klukkan 23:00 Mánudagur 23. apríl Houston - Utah leikur 2 klukkan 01:30 Þriðjudagur 24. apríl Toronto - New Jersey leikur 2 klukkan 23:00 Miðvikudagur 25. apríl Dallas - Golden State leikur 2 klukkan 01:30 Fimmtudagur 26. apríl Utah - Houston leikur 3 klukkan 01:00 Föstudagur 27. apríl New Jersey - Toronto leikur 3 klukkan 23:00 Laugardagur 28. apríl Orlando - Detroit leikur 4 klukkan 19:00 Sunnudagur 29. apríl New Jersey - Toronto leikur 4 klukkan 23:30
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti