VS eða Vélhjólaklúbbur skagafjarðar hefur undanfarna mánuði verið að byggja upp eina glæsilegustu krossbraut á landinu ef má marka heimamenn sem hjóla í brautinni reglulega. Klúbburinn festi nýlega kaup á ýtu sem mun laga brautina reglulega og einnig hefur klúbburinn smíðað sér klúbbhús sem er að verða allt hið glæsilegasta. Í sumar mun svo VS standa fyrir bikarmóti sem mun formlega opna svæðið, en í framhaldi af því mun brautinn verða svo partur af íslandsmótinu í motocross næsta sumar.
Honda Racing ætlar að fjölmenna 4-5 Maí og halda þar æfinga helgi og mun þar Gylfi íslandsmeistari í motocross keyra brautina í fyrsta skipti, verður því margt um manninn í braut VS næstu daga.
Hægt er að fylgjast með framgangi mála og sjá fleiri myndir úr brautinni með því að fara á www.morgan.is