Titilvörn Miami hófst með tapi 22. apríl 2007 11:07 Það var hart barist í leik Miami og Chicago í nótt. MYND/Getty New Jersey vann góðan útisigur á Toronto og meistarar Miami hófu titilvörn sína á að tapa fyrir Chicago þegar úrslitakeppni NBA-deildarinnar hófst í nótt. Tveir aðrir leikir voru á dagskrá úrslitakeppninnar í nótt. Luol Deng og Ben Gordon voru að öðrum ólöstuðum mennirnir á bakvið 96-91 sigur Chicago á Miami. Deng skoraði 33 stig og Gordon 24 en leikurinn var æsispennandi allt fram á síðustu mínútu. Þá reyndust taugar heimamanna sterkari og þeir fóru með sigur af hólmi eftir að hafa nýtt vítaskotin sín vel undir lokin. Dwayne Wade skoraði 21 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 19 stig. Sá síðarnefndi lenti í miklum villuvandræðum og var útilokaður frá leiknum þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Fjarvera Shaq reyndist dýrkeypt á lokamínútunum, en miðherjinn stóri var allt annað en sáttur með dæmgæsluna í leiknum. "Þeir voru nánast sjö á móti okkur fimm, með áhorfendur og dómara með sér í leiknum," sagði Shaq. New Jersey byrjar vel í einvígi sínu við Toronto og sigraði á útivelli, 96-91. Richard Jefferson átti frábæran leik og skoraði 28 stig og þá vantaði Jason Kidd aðeins tvö stig upp á að ná þrefaldri tvennu; hann skoraði 8 stig, tók 10 fráköst og gaf 15 stoðsendingar. Hjá Toronto var Chris Boch atkvæðamestur eins og svo oft áður, með 22 stig. "Ég kom ekki hingað til að velta mér upp úr viðtökum áhorfenda. Ég kom hingað til að vinna körfuboltaleik, og það tókst," sagði Vince Carter, leikmaður New Jersey og fyrrum leikmaður Toronto, en hann mátti þola baul og blístur í hvert sinn sem hann fékk boltann í leiknum í gær. "Við erum að vinna gríðarlega vel fyrir hvorn annan þessa stundina. Liðið er eins og vel smurð vél, allir leikmennirnir eru tilbúnir að fórna sér fyrir hvorn annan og traustið er mikið. Það skiptir öllu máli í svona úrslitakeppni. Liðið er mjög vel stemmt," sagði Carter jafnframt um frammistöðu New Jersey. Detroit vann tiltölulega auðveldan sigur á Orlando, 100-92, þar sem Richard Hamilton og Rasheed Wallace skoruðu 22 stig hvor fyrir heimamenn. Taktík Detroit í leiknum gekk fullkomnlega upp en hún gekk út á að hleypa gestunum aldrei í frítt skot heldur frekar brjóta á þeim og leyfa þeim að spreyta sig á vítalínunni. Þetta átti sérstaklega við um miðherjann sterka Dwight Howard, sem þykir ekki sá slungnasti á vítalínunni. Hann skoraði aðeins úr 3 af 11 vítaskotum sínum í gær. Howard átti engu að síður ágætan leik og hirti m.a. 19 fráköst. "Við vitum að þeir eru ekki besta liðið til að fara á vítalínuna þannig að það er um að gera að nýta sér það," viðurkenndi Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit, í leikslok. Í fjórða og síðasta leik gærkvöldsins lagði Houston lið Utah af velli á heimavelli sínum, 84-75. Gestirnir réðu ekkert við Yao Ming, miðherja Houston, en hann skoraði 28 stig. Þá átti Tracy McGrady frábæran síðari hálfleik og skoraði þá alls 22 stig eftir að hafa skorað aðeins eitt stig í fyrri hálfleik. 16 þeirra komu í þriðja leikhluta en það var þá sem Houston komst í forystu í leiknum, en Utah hafði níu stiga forystu í hálfleik. NBA Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
New Jersey vann góðan útisigur á Toronto og meistarar Miami hófu titilvörn sína á að tapa fyrir Chicago þegar úrslitakeppni NBA-deildarinnar hófst í nótt. Tveir aðrir leikir voru á dagskrá úrslitakeppninnar í nótt. Luol Deng og Ben Gordon voru að öðrum ólöstuðum mennirnir á bakvið 96-91 sigur Chicago á Miami. Deng skoraði 33 stig og Gordon 24 en leikurinn var æsispennandi allt fram á síðustu mínútu. Þá reyndust taugar heimamanna sterkari og þeir fóru með sigur af hólmi eftir að hafa nýtt vítaskotin sín vel undir lokin. Dwayne Wade skoraði 21 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 19 stig. Sá síðarnefndi lenti í miklum villuvandræðum og var útilokaður frá leiknum þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Fjarvera Shaq reyndist dýrkeypt á lokamínútunum, en miðherjinn stóri var allt annað en sáttur með dæmgæsluna í leiknum. "Þeir voru nánast sjö á móti okkur fimm, með áhorfendur og dómara með sér í leiknum," sagði Shaq. New Jersey byrjar vel í einvígi sínu við Toronto og sigraði á útivelli, 96-91. Richard Jefferson átti frábæran leik og skoraði 28 stig og þá vantaði Jason Kidd aðeins tvö stig upp á að ná þrefaldri tvennu; hann skoraði 8 stig, tók 10 fráköst og gaf 15 stoðsendingar. Hjá Toronto var Chris Boch atkvæðamestur eins og svo oft áður, með 22 stig. "Ég kom ekki hingað til að velta mér upp úr viðtökum áhorfenda. Ég kom hingað til að vinna körfuboltaleik, og það tókst," sagði Vince Carter, leikmaður New Jersey og fyrrum leikmaður Toronto, en hann mátti þola baul og blístur í hvert sinn sem hann fékk boltann í leiknum í gær. "Við erum að vinna gríðarlega vel fyrir hvorn annan þessa stundina. Liðið er eins og vel smurð vél, allir leikmennirnir eru tilbúnir að fórna sér fyrir hvorn annan og traustið er mikið. Það skiptir öllu máli í svona úrslitakeppni. Liðið er mjög vel stemmt," sagði Carter jafnframt um frammistöðu New Jersey. Detroit vann tiltölulega auðveldan sigur á Orlando, 100-92, þar sem Richard Hamilton og Rasheed Wallace skoruðu 22 stig hvor fyrir heimamenn. Taktík Detroit í leiknum gekk fullkomnlega upp en hún gekk út á að hleypa gestunum aldrei í frítt skot heldur frekar brjóta á þeim og leyfa þeim að spreyta sig á vítalínunni. Þetta átti sérstaklega við um miðherjann sterka Dwight Howard, sem þykir ekki sá slungnasti á vítalínunni. Hann skoraði aðeins úr 3 af 11 vítaskotum sínum í gær. Howard átti engu að síður ágætan leik og hirti m.a. 19 fráköst. "Við vitum að þeir eru ekki besta liðið til að fara á vítalínuna þannig að það er um að gera að nýta sér það," viðurkenndi Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit, í leikslok. Í fjórða og síðasta leik gærkvöldsins lagði Houston lið Utah af velli á heimavelli sínum, 84-75. Gestirnir réðu ekkert við Yao Ming, miðherja Houston, en hann skoraði 28 stig. Þá átti Tracy McGrady frábæran síðari hálfleik og skoraði þá alls 22 stig eftir að hafa skorað aðeins eitt stig í fyrri hálfleik. 16 þeirra komu í þriðja leikhluta en það var þá sem Houston komst í forystu í leiknum, en Utah hafði níu stiga forystu í hálfleik.
NBA Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum