Þriðjungur búinn að kjósa 22. apríl 2007 12:51 Kjörsókn hefur verið óvenju mikil það sem af er degi í Frakklandi en fyrri umferð forsetakosninga í landinu fer fram í dag. Flest bendir til að þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komist áfram, fjöldi óákveðinna gæti þó sett strik í reikninginn. Kjörstaðir voru opnaðir stundvíslega klukkan átta í morgun að staðartíma en íbúar franskra yfirráðasvæða erlendis greiddu hins vegar atkvæði í gær. Tveimur klukkustundum síðar höfðu 31 prósent kjósenda greitt atkvæði og þarf að fara aftur til ársins 1981 til að finna dæmi um jafn mikla kjörsókn í landinu. Til samanburðar hafði aðeins fimmtungur greitt atkvæði um þetta leyti dags í fyrri umferðinni fyrir fimm árum. Mikil spenna ríkir fyrir þessa fyrri umferð kosninganna en síðustu skoðanakannanir bentu til að þau Nicolas Sarkozy, frambjóðandi íhaldsmanna, og Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista, fengju hér um bil jafn mikið fylgi og kæmust í aðra umferð. Nú fyrir helgi var hátt í þriðjungur hinna 44,5 milljóna kjósenda hins vegar enn óákveðinn og því er ekki loku fyrir það skotið að miðjumaðurinn Francois Bayrou eða jafnvel þjóðernissinninn Jean Marie Le Pen geti skotist upp á milli þeirra. Krafa um breytingar hefur sett svip sinn á kosningabaráttuna enda hefur landinu verið stjórnað í tólf ár af Jacques Chirac. Sarkozy hefur lagt áherslu á efnahagsumbætur og átak gegn glæpum en Royal hefur sett jafnréttis- og velferðarmál á oddinn og lofað að sameina þjóðina á ný. Kjörstöðum verður lokað klukkan sex að íslenskum tíma og er búist við að fyrstu tölur verði kynntar örskömmu síðar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálfsjö sýnum við beint frá París þar sem okkar maður færir okkur nýjustu tíðindi. Erlent Fréttir Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Kjörsókn hefur verið óvenju mikil það sem af er degi í Frakklandi en fyrri umferð forsetakosninga í landinu fer fram í dag. Flest bendir til að þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komist áfram, fjöldi óákveðinna gæti þó sett strik í reikninginn. Kjörstaðir voru opnaðir stundvíslega klukkan átta í morgun að staðartíma en íbúar franskra yfirráðasvæða erlendis greiddu hins vegar atkvæði í gær. Tveimur klukkustundum síðar höfðu 31 prósent kjósenda greitt atkvæði og þarf að fara aftur til ársins 1981 til að finna dæmi um jafn mikla kjörsókn í landinu. Til samanburðar hafði aðeins fimmtungur greitt atkvæði um þetta leyti dags í fyrri umferðinni fyrir fimm árum. Mikil spenna ríkir fyrir þessa fyrri umferð kosninganna en síðustu skoðanakannanir bentu til að þau Nicolas Sarkozy, frambjóðandi íhaldsmanna, og Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista, fengju hér um bil jafn mikið fylgi og kæmust í aðra umferð. Nú fyrir helgi var hátt í þriðjungur hinna 44,5 milljóna kjósenda hins vegar enn óákveðinn og því er ekki loku fyrir það skotið að miðjumaðurinn Francois Bayrou eða jafnvel þjóðernissinninn Jean Marie Le Pen geti skotist upp á milli þeirra. Krafa um breytingar hefur sett svip sinn á kosningabaráttuna enda hefur landinu verið stjórnað í tólf ár af Jacques Chirac. Sarkozy hefur lagt áherslu á efnahagsumbætur og átak gegn glæpum en Royal hefur sett jafnréttis- og velferðarmál á oddinn og lofað að sameina þjóðina á ný. Kjörstöðum verður lokað klukkan sex að íslenskum tíma og er búist við að fyrstu tölur verði kynntar örskömmu síðar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálfsjö sýnum við beint frá París þar sem okkar maður færir okkur nýjustu tíðindi.
Erlent Fréttir Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira