Leiðtogar minnast Jeltsíns Óli Tynes skrifar 24. apríl 2007 11:09 Boris Jeltsín var lífsglaður maður, á stundum. MYND/AP Þjóðarleiðtogar bæði fyrrverandi og núverandi hafa farið hlýjum orðum um Boris Jeltsín, fyrrverandi forseta Rússlands, sem lést í gær. Hér tala nokkrir þeirra. VLADIMIR PUTIN; Maður er látinn sem færði okkur nýja tíma. Nýtt, lýðræðislegt, Rússland varð til. Frjálst ríki sem er opið heiminum. Ríki þar sem valdið er sannarlega í höndum fólksins. BILL CLINTON; Örlögin völdu honum erfiða tíma til þess að stjórna. En sagan mun fara um hann mildum höndum því hann var hugrakkur og staðfastur í stóru málunum. Friði, frelsi og framförum. MIKAEL GORBACHEV; Ég sendi dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hins látna. Á hans herðum voru stóratburðir sem urðu landinu til góðs. Og alvarleg mistök. Sorgleg örlög. TONY BLAIR; Ég heyrði með söknuði af láti Jeltsíns, fyrrverandi forseta. Hann var stórmerkur maður, sem sá þörfina fyrir lýðræðislegar- og efnahagslegar úrbætur. Með því að standa vörð um þær gegndi hann lykilhlutverki á mikilvægu augnabliki í sögu Rússlands. JACQUES CHIRAC, FORSETI FRAKKLANDS; Hann lagði alla orku sína, örlæti og vilja í að breyta Rússlandi. Til þess að skapa nútímalegt lýðræðisríki, gefa þjóðinni mannréttindi og frelsi og endurreisa efnahag landsins. ANGELA MERKEL, KANSLARI ÞÝSKALANDS; Boris Jeltsín var mikill persónuleiki bæði í rússneskum og alþjóðlegum stjórnmálum. Hann var hugrakkur baráttumaður fyrir lýðræði og frelsi og sannur vinur Þýskalands. Framlag hans til þróunar sambands landa okkar gleymist aldrei. Við munum heiðra hann í hjörtum okkar. JOHN MAJOR, FYRRVERANDI FORSÆTISRÁÐHERRA BRETLANDS; Þegar hann stóð uppi á skriðdreka og talaði um lýðræði og framtíð Rússlands, sýndi hann sig að vera gríðarlega hugrakkur maður. VÍTÁTAS LANDSBERGIS, FYRSTI FORSETI LITHÁENS; Jeltsín var vænn maður og hann þoldi ekki pólitísk hrossakaup. Það var gott fyrir Eystrasaltsríkin að hann skyldi verða forseti. Það var Rússland Jeltsíns sem viðurkenndi sjálfstæði Litháens með því að undirrita tvíhliða samning við okkur sumarið 1991. Hann kom líka okkur til varnar þegar Gorbachev lét sovéska hermenn ráðast á opinberar byggingar í Vilnius. HELMUT KOHL, FYRRVERANDI KANSLARI ÞÝSKALANDS; Ég gleymi því aldrei hvernig hann stjórnaði brottflutningi rússneskra hermanna frá Þýskalandi. Fyrir það verða Þjóðverjar honum ævinlega þakklátir. Erlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Þjóðarleiðtogar bæði fyrrverandi og núverandi hafa farið hlýjum orðum um Boris Jeltsín, fyrrverandi forseta Rússlands, sem lést í gær. Hér tala nokkrir þeirra. VLADIMIR PUTIN; Maður er látinn sem færði okkur nýja tíma. Nýtt, lýðræðislegt, Rússland varð til. Frjálst ríki sem er opið heiminum. Ríki þar sem valdið er sannarlega í höndum fólksins. BILL CLINTON; Örlögin völdu honum erfiða tíma til þess að stjórna. En sagan mun fara um hann mildum höndum því hann var hugrakkur og staðfastur í stóru málunum. Friði, frelsi og framförum. MIKAEL GORBACHEV; Ég sendi dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hins látna. Á hans herðum voru stóratburðir sem urðu landinu til góðs. Og alvarleg mistök. Sorgleg örlög. TONY BLAIR; Ég heyrði með söknuði af láti Jeltsíns, fyrrverandi forseta. Hann var stórmerkur maður, sem sá þörfina fyrir lýðræðislegar- og efnahagslegar úrbætur. Með því að standa vörð um þær gegndi hann lykilhlutverki á mikilvægu augnabliki í sögu Rússlands. JACQUES CHIRAC, FORSETI FRAKKLANDS; Hann lagði alla orku sína, örlæti og vilja í að breyta Rússlandi. Til þess að skapa nútímalegt lýðræðisríki, gefa þjóðinni mannréttindi og frelsi og endurreisa efnahag landsins. ANGELA MERKEL, KANSLARI ÞÝSKALANDS; Boris Jeltsín var mikill persónuleiki bæði í rússneskum og alþjóðlegum stjórnmálum. Hann var hugrakkur baráttumaður fyrir lýðræði og frelsi og sannur vinur Þýskalands. Framlag hans til þróunar sambands landa okkar gleymist aldrei. Við munum heiðra hann í hjörtum okkar. JOHN MAJOR, FYRRVERANDI FORSÆTISRÁÐHERRA BRETLANDS; Þegar hann stóð uppi á skriðdreka og talaði um lýðræði og framtíð Rússlands, sýndi hann sig að vera gríðarlega hugrakkur maður. VÍTÁTAS LANDSBERGIS, FYRSTI FORSETI LITHÁENS; Jeltsín var vænn maður og hann þoldi ekki pólitísk hrossakaup. Það var gott fyrir Eystrasaltsríkin að hann skyldi verða forseti. Það var Rússland Jeltsíns sem viðurkenndi sjálfstæði Litháens með því að undirrita tvíhliða samning við okkur sumarið 1991. Hann kom líka okkur til varnar þegar Gorbachev lét sovéska hermenn ráðast á opinberar byggingar í Vilnius. HELMUT KOHL, FYRRVERANDI KANSLARI ÞÝSKALANDS; Ég gleymi því aldrei hvernig hann stjórnaði brottflutningi rússneskra hermanna frá Þýskalandi. Fyrir það verða Þjóðverjar honum ævinlega þakklátir.
Erlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira