Erlent

Níu létust í ofsaveðri í Texas/Mexíkó

Eyðileggingin á hjólhýsasvæði við Tigertown í Texas.
Eyðileggingin á hjólhýsasvæði við Tigertown í Texas. MYND/AP

Níu létust í ofsaveðri við landamæri Texas og Mexíkó í gær. Að minnsta kosti 114 slösuðust. Sex hús úr hjólhýsahverfi á svæðinu hafa enn ekki fundist. Chad Foster bæjarstjóri Eagle Pass í Texas, þar sem sex létust, sagði CNN fréttastofunni að stormurinn hefði valdið mikilli eyðileggingu í bænum.

Hann eyðilagði grunnskóla, meira en 20 heimili og holræsahreinsistöð bæjarins. Enginn var í skólanum þegar stormurinn reið yfir. Í það minnsta 74 slösuðust, þar af fjórir alvarlega.

Í Mexíkó, rétt handan við landamærin við Texas, létust að minnsta kosti þrír og 40 slösuðust.

Bandaríska veðurstofan hefur ekki staðfest að um fellibyl hafi verið að ræða. Stormurinn reif þök af húsum, felldi staura og skemmdi fjölda bíla og heimila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×