Einn lést og 60 særðust í óeirðum í Tallin 27. apríl 2007 13:29 Maður var stunginn til bana og hátt í sextíu manns særðust í miklum óeirðum í Tallinn í Eistlandi í gærkvöldi. Átökin brutust út þegar hópur fólks mótmælti niðurrifi sovésks minnismerkis um afrek Rauða hersins í seinni heimsstyrjöldinni, sem staðið hefur í miðborg Tallinn í áratugi. Eistnesk stjórnvöld ákváðu að tími væri til kominn að fjarlægja minnismerkið, sem þau telja minna á kúgunina sem þjóðin mátti þola á meðan Eistland var hluti af Sovétríkjunum. Eistar eru 1,3 milljónir og þar af er rúmur þriðjungur af rússneskum uppruna. Hundruð þeirra höfðu gengið um götur og mótmælt friðsamlega, en í þeirra augum er minnismerkið tákn um hugrekki hermanna Rauða hersins sem létu lífið í baráttu við nasista. Sovétmenn innlimuðu Eystrasaltslöndin Eistland, Lettland og Litháen árið 1940, nasistar náðu þeim á sitt vald ári síðar, en sovéski herinn náði yfirhöndinni á ný 1944 og voru löndin hluti Sovétríkjanna fram á tíunda áratug síðustu aldar. Þegar ljóst þótti að ákvörðuninni yrði ekki haggað, breyttust friðsöm mótmæli rússnesku Eistanna í óeirðir þar sem einn maður lést, tugir særðust og þrjú hundruð manns voru handteknir. Mótmælendur kveiktu í verslunum og rændu þar og rupluðu, mölvuðu rúður og fleygðu öllu lauslegu í lögregluna. Rússnesk stjórnvöld eru ævareið yfir framkvæmdinni og hafa ítrekað þrýst á Eista um að hætta við.Eistnesk stjórnvöld hafa sagt að þau vilji rannsaka líkamsleifarnar sem hvíla í gröfinni undir minnismerkinu og síðan færa minnismerkið á annan stað, sem eigi eftir að ákveða. Erlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Maður var stunginn til bana og hátt í sextíu manns særðust í miklum óeirðum í Tallinn í Eistlandi í gærkvöldi. Átökin brutust út þegar hópur fólks mótmælti niðurrifi sovésks minnismerkis um afrek Rauða hersins í seinni heimsstyrjöldinni, sem staðið hefur í miðborg Tallinn í áratugi. Eistnesk stjórnvöld ákváðu að tími væri til kominn að fjarlægja minnismerkið, sem þau telja minna á kúgunina sem þjóðin mátti þola á meðan Eistland var hluti af Sovétríkjunum. Eistar eru 1,3 milljónir og þar af er rúmur þriðjungur af rússneskum uppruna. Hundruð þeirra höfðu gengið um götur og mótmælt friðsamlega, en í þeirra augum er minnismerkið tákn um hugrekki hermanna Rauða hersins sem létu lífið í baráttu við nasista. Sovétmenn innlimuðu Eystrasaltslöndin Eistland, Lettland og Litháen árið 1940, nasistar náðu þeim á sitt vald ári síðar, en sovéski herinn náði yfirhöndinni á ný 1944 og voru löndin hluti Sovétríkjanna fram á tíunda áratug síðustu aldar. Þegar ljóst þótti að ákvörðuninni yrði ekki haggað, breyttust friðsöm mótmæli rússnesku Eistanna í óeirðir þar sem einn maður lést, tugir særðust og þrjú hundruð manns voru handteknir. Mótmælendur kveiktu í verslunum og rændu þar og rupluðu, mölvuðu rúður og fleygðu öllu lauslegu í lögregluna. Rússnesk stjórnvöld eru ævareið yfir framkvæmdinni og hafa ítrekað þrýst á Eista um að hætta við.Eistnesk stjórnvöld hafa sagt að þau vilji rannsaka líkamsleifarnar sem hvíla í gröfinni undir minnismerkinu og síðan færa minnismerkið á annan stað, sem eigi eftir að ákveða.
Erlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira