Meistarar Miami á leið úr keppni 28. apríl 2007 14:10 Shaquille O´Neal og félagar eru hársbreidd frá því að fara snemma í sumarfrí NordicPhotos/GettyImages Óvænt úrslit litu dagsins ljós í úrslitakeppninni í NBA í nótt. Meistarar Miami töpuðu á heimavelli fyrir Chicago og eru undir 3-0 í einvíginu og Golden State er komið yfir 2-1 gegn Dallas eftir stórsigur í þriðja leik liðanna. New Jersey náði forystu gegn Toronto á bak við stórleik Jason Kidd og Vince Carter. Lið Miami stóð frammi fyrir leik sem varð að vinnast á heimavelli sínum í nótt, en sem fyrr var sprækt lið Chicago þeim of stór biti til að kyngja og hafði sigur 104-96. Meistararnir eru því undir 3-0 í einvíginu og engu liði í sögu úrslitakeppninnar hefur tekist að koma til baka og vinna seríu í þeirri stöðu. Miami komst mest 12 stigum yfir á lokakafla leiksins, en gestirnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og höfðu sigur. Ben Gordon skoraði 27 stig fyrir Chicago, Luol Deng skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst og Kirk Hinrich skoraði 22 stig. Dwyane Wade skoraði 28 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst. Chicago getur klárað einvígið með sigri í Miami á morgun - en sá leikur verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 17. Golden State kemur enn á óvart Golden State Warriors hefur ekki sagt sitt síðasta gegn deildarmeisturum Dallas Mavericks. Golden State hafnaði í áttunda sæti í Vesturdeildinni með góðum endaspretti, en Dallas-liðið varð þeim engin fyrirstaða í þriðja leiknum í gær. Golden State vann sannfærandi 109-91 sigur á heimavelli. Jason Richardson skoraði 30 stig og hirti 8 fráköst fyrir Golden State, Baron Davis skoraði 24 stig, Stephen Jackson 16 og Monta Ellis 14. Hjá Dallas var Dirk Nowitzki með 20 stig og 12 fráköst og Josh Howard skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst. Sannarlega óvæntir hlutir að gerast í þessu einvígi.Ótrúlegur leikur hjá KiddVince Carter og Jason Kidd fóru á kostum hjá New Jersey í nóttNordicPhotos/GettyImagesLoks vann New Jersey sannfærandi sigur á Toronto Raptors á heimavelli 102-89 í þriðja leik liðanna og náði 2-1 forystu í einvíginu. Þessi leikur var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi. Vince Carter var sjóðandi heitur frá byrjun í leiknum og skoraði 37 stig, Richard Jefferson skoraði 18 stig, en maður leiksins var vafalítið Jason Kidd leikstjórnandi liðsins.Kidd var tæpur vegna meiðsla fyrir leikinn, en lauk keppni með 16 stig, 16 fráköst og 19 stoðsendingar. Þetta var 10. þrefalda tvenna hans í úrslitakeppni en aðeins tveir aðrir menn hafa náð 15+ í stigum, fráköstum og stoðsendingum í leik í úrslitakeppni í sögu deildarinnar - Fat Lever hjá Dallas fyrir 20 árum og Wilt Chamberlain fyrir 40 árum.TJ Ford var atkvæðamestur hjá Toronto með 27 stig og 8 stoðsendingar, en Chris Bosh skoraði aðeins 11 stig og hirti 11 fráköst - og munar um minna fyrir Kanadaliðið. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Óvænt úrslit litu dagsins ljós í úrslitakeppninni í NBA í nótt. Meistarar Miami töpuðu á heimavelli fyrir Chicago og eru undir 3-0 í einvíginu og Golden State er komið yfir 2-1 gegn Dallas eftir stórsigur í þriðja leik liðanna. New Jersey náði forystu gegn Toronto á bak við stórleik Jason Kidd og Vince Carter. Lið Miami stóð frammi fyrir leik sem varð að vinnast á heimavelli sínum í nótt, en sem fyrr var sprækt lið Chicago þeim of stór biti til að kyngja og hafði sigur 104-96. Meistararnir eru því undir 3-0 í einvíginu og engu liði í sögu úrslitakeppninnar hefur tekist að koma til baka og vinna seríu í þeirri stöðu. Miami komst mest 12 stigum yfir á lokakafla leiksins, en gestirnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og höfðu sigur. Ben Gordon skoraði 27 stig fyrir Chicago, Luol Deng skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst og Kirk Hinrich skoraði 22 stig. Dwyane Wade skoraði 28 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst. Chicago getur klárað einvígið með sigri í Miami á morgun - en sá leikur verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 17. Golden State kemur enn á óvart Golden State Warriors hefur ekki sagt sitt síðasta gegn deildarmeisturum Dallas Mavericks. Golden State hafnaði í áttunda sæti í Vesturdeildinni með góðum endaspretti, en Dallas-liðið varð þeim engin fyrirstaða í þriðja leiknum í gær. Golden State vann sannfærandi 109-91 sigur á heimavelli. Jason Richardson skoraði 30 stig og hirti 8 fráköst fyrir Golden State, Baron Davis skoraði 24 stig, Stephen Jackson 16 og Monta Ellis 14. Hjá Dallas var Dirk Nowitzki með 20 stig og 12 fráköst og Josh Howard skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst. Sannarlega óvæntir hlutir að gerast í þessu einvígi.Ótrúlegur leikur hjá KiddVince Carter og Jason Kidd fóru á kostum hjá New Jersey í nóttNordicPhotos/GettyImagesLoks vann New Jersey sannfærandi sigur á Toronto Raptors á heimavelli 102-89 í þriðja leik liðanna og náði 2-1 forystu í einvíginu. Þessi leikur var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi. Vince Carter var sjóðandi heitur frá byrjun í leiknum og skoraði 37 stig, Richard Jefferson skoraði 18 stig, en maður leiksins var vafalítið Jason Kidd leikstjórnandi liðsins.Kidd var tæpur vegna meiðsla fyrir leikinn, en lauk keppni með 16 stig, 16 fráköst og 19 stoðsendingar. Þetta var 10. þrefalda tvenna hans í úrslitakeppni en aðeins tveir aðrir menn hafa náð 15+ í stigum, fráköstum og stoðsendingum í leik í úrslitakeppni í sögu deildarinnar - Fat Lever hjá Dallas fyrir 20 árum og Wilt Chamberlain fyrir 40 árum.TJ Ford var atkvæðamestur hjá Toronto með 27 stig og 8 stoðsendingar, en Chris Bosh skoraði aðeins 11 stig og hirti 11 fráköst - og munar um minna fyrir Kanadaliðið.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira