Erlent

Vakin athylgi á ástandinu í Darfur-héraði

Guðjón Helgason skrifar

Mótmælafundir voru haldnir í um þrjátíu löndum í dag til að vekja athygli á því ófremdarástandi sem nú sé í Darfur héraði í Afríkuríkinu Súdan. Fjögur ár eru um þessar mundir frá því til átaka kom á svæðinu en þau hafa kostað minnst tvö hundruð þúsund manns lífið auk þess sem tvær milljónir íbúa eru á vergangi.

Það eru uppreinsarmenn sem berjast við stjórnarher Súdans og Janjaweed-hersveitirnar sem eru hliðhollar stjórnarhernum. Sameinuðu þjóðirnar segja þörf á mannúðaraðstoð mikla í héraðinu.

Sjö þúsund friðargæsluliðar Afríkubandalagsins eru í héraðinu en það hefur ekki orðið til að stemma stigu við ofbeldinu. Bandaríkjamenn og Bretar vilja senda meira herlið til landsins en það vilja ráðamenn í Khartoum, höfuðborg Súdans ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×