Ævintýrið heldur áfram hjá Warriors 30. apríl 2007 05:45 Baron Davis fagnaði innilega í leikslok í nótt og öskubuskuævintýrið heldur áfram á þriðjudagskvöldið NordicPhotos/GettyImages Úrslitakeppnin í NBA náði nýjum hæðum í nótt þegar öskubuskulið Golden State náði 3-1 forystu gegn Dallas með 103-99 sigri í fjórða leiknum á heimavelli. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og bauð upp á allt það besta sem körfuboltinn hefur upp á að bjóða. Næsti leikur í einvíginu fer fram í Dallas á þriðjudagskvöldið og verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Það er leikur sem enginn körfuboltaáhugamaður má láta framhjá sér fara. Aðeins tvisvar í sögu NBA hefur það gerst að liðið í 8. sæti inn í úrslitakeppni hafi sigrað liðið í 1. sæti - en það hefur aldrei gerst síðan fjóra sigra þurfti til að komast áfram í fyrstu umferðinni. Þakið var við það að rifna af Oracle Arena höllinni í Oakland í gær þar sem enn eitt áhorfendametið var sett og stemmingin ólýsanleg. Golden State hefur þegar náð að koma öllum körfuboltaheiminum á óvart með hetjulegri framgöngu sinni og Dallas-liðið er komið í bullandi vandræði í seríunni þó það eigi næsta leik á heimavelli. Dallas hafði frumkvæðið framan af leik í nótt, en heimamenn náðu alltaf að koma til baka þrátt fyrir að þeir lentu undir. Jessica Alba er líklega "heitasti" stuðningsmaður Golden State Warriors um þessar mundir og hún skemmti sér konunglega í nótt eins og sést á myndinniNordicPhotos/GettyImagesLeikstjórnandinn Baron Davis fór fyrir liði Golden State í kvöld og var gjörsamlega óstöðvandi. Hann skoraði 33 stig og hirti 8 fráköst - og toppaði frammistöðu sína með því að setja niður skot frá miðju um leið og flautan gall í lok fyrri hálfleiks. Jason Richardson skoraði 22 stig, Stephen Jackson 19 og Mickael Pietrus 16 af bekknum. Þeir Monta Ellis og Al Harrington fóru í feluleik og skoruðu samtals 1 stig - en það kom ekki í veg fyrir að öskubuskuævintýrið héldi áfram hjá liði Golden State. Jerry Stackhouse skoraði 24 stig af bekknum hjá Dallas og hristi af sér slenið sem hefur verið á honum í fyrstu leikjunum. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig, þar af tvo þrista í blálokin sem gáfu Dallas veika von, en hann var annars langt frá sínu besta og á erfitt uppdráttar gegn varnarleik Golden State. Nowitzki hirti 15 fráköst í leiknum. Josh Howard hélt Dallas inni í leiknum í fyrri hálfleik þegar hann skoraði 20 af 22 stigum sínum. Jason Terry skoraði 19 stig. NBA Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira
Úrslitakeppnin í NBA náði nýjum hæðum í nótt þegar öskubuskulið Golden State náði 3-1 forystu gegn Dallas með 103-99 sigri í fjórða leiknum á heimavelli. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og bauð upp á allt það besta sem körfuboltinn hefur upp á að bjóða. Næsti leikur í einvíginu fer fram í Dallas á þriðjudagskvöldið og verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Það er leikur sem enginn körfuboltaáhugamaður má láta framhjá sér fara. Aðeins tvisvar í sögu NBA hefur það gerst að liðið í 8. sæti inn í úrslitakeppni hafi sigrað liðið í 1. sæti - en það hefur aldrei gerst síðan fjóra sigra þurfti til að komast áfram í fyrstu umferðinni. Þakið var við það að rifna af Oracle Arena höllinni í Oakland í gær þar sem enn eitt áhorfendametið var sett og stemmingin ólýsanleg. Golden State hefur þegar náð að koma öllum körfuboltaheiminum á óvart með hetjulegri framgöngu sinni og Dallas-liðið er komið í bullandi vandræði í seríunni þó það eigi næsta leik á heimavelli. Dallas hafði frumkvæðið framan af leik í nótt, en heimamenn náðu alltaf að koma til baka þrátt fyrir að þeir lentu undir. Jessica Alba er líklega "heitasti" stuðningsmaður Golden State Warriors um þessar mundir og hún skemmti sér konunglega í nótt eins og sést á myndinniNordicPhotos/GettyImagesLeikstjórnandinn Baron Davis fór fyrir liði Golden State í kvöld og var gjörsamlega óstöðvandi. Hann skoraði 33 stig og hirti 8 fráköst - og toppaði frammistöðu sína með því að setja niður skot frá miðju um leið og flautan gall í lok fyrri hálfleiks. Jason Richardson skoraði 22 stig, Stephen Jackson 19 og Mickael Pietrus 16 af bekknum. Þeir Monta Ellis og Al Harrington fóru í feluleik og skoruðu samtals 1 stig - en það kom ekki í veg fyrir að öskubuskuævintýrið héldi áfram hjá liði Golden State. Jerry Stackhouse skoraði 24 stig af bekknum hjá Dallas og hristi af sér slenið sem hefur verið á honum í fyrstu leikjunum. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig, þar af tvo þrista í blálokin sem gáfu Dallas veika von, en hann var annars langt frá sínu besta og á erfitt uppdráttar gegn varnarleik Golden State. Nowitzki hirti 15 fráköst í leiknum. Josh Howard hélt Dallas inni í leiknum í fyrri hálfleik þegar hann skoraði 20 af 22 stigum sínum. Jason Terry skoraði 19 stig.
NBA Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira