Erlent

Leiðtogi al-Kaída í Írak fallinn

Guðjón Helgason skrifar

Abu Ayyub al-Masri, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna í Írak, féll í innbyrgðis átökum andspyrnumanna í smáþorpi norður af Bagdad í morgun. Íraska innanríkisráðuneytið greinir frá þessu.

Al-Masri tók við stjórn samtakanna eftir að Abu Musab al-Zarkawi féll í loftárás Bandaríkjahers í júní í fyrra. Talsmaður innanríkisráðuneytisins segir að til átaka hafi komið nærri brú í þorpinu al-Nibayyi. Talsmaður Bandaríkjahers í Írak gat ekki staðfest það að al-Masri hefði fallið.

Grunnt hefur verið á því góða milli al-Kaída liða í Írak og annarra andspyrnumanna úr hópi súnnía þar í landi. Al-Kaída liðarnir eru sakaðir um að myrða almenna borgara óháð því hvað hópum þeir tilheyri og það vilja aðrir súnníar stöðva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×