Tíu ár frá sigri Verkamannaflokksins 1. maí 2007 19:00 Líklegt er að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynni um brotthvarf sitt úr stjórnmálum í næstu viku. Tíu ár eru í dag frá því Blair tók við embætti eftir stórsigur Verkamannaflokksins á Íhaldsmönnum. Það er fyrsti maí 1997. Verkamannaflokkurinn hefur unnið stórsigur í þingkosningunum í Bretlandi. John Major, leiðtogi Íhaldsmanna, hrökklast úr Downing-stræti tíu og átján ára eyðimerkurgöngu vinstrimanna er lokið. Tony Blair og Gordon Brown hafa blásið ferskum vindum um bresk stjórnmál og Blair flytur inn í Downing-stræti og verður forsætisráðherra og Brown fjármálaráðherra. Síðan eru liðin tíu ár og Blair á leiðinni út. Brown sækist eftir formannsembætti í flokknum og forsætisráðuneytinu fram að næstu kosningum. Blair hefur gránað nokkuð og Brown orðin settlegri. Á sama tíma hafa Íhaldsmenn valdið ungan og frambærilegan formann, David Cameron, sem virðist geta fært þá til valda. Það sem hann hefur fram yfir forvera sína að mati margra er hversu vel hærðu hann er. Blair boðaði brotthvarf sitt í september í fyrra en tímasetti það ekki. Breskir fjölmiðlar hafa gert að því skóna síðustu daga að Blair hætti eða í það minnsta tilkynni hvenær hann hætti skömmu fyrir eða eftir sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi nú í vikunni. Blair sagði hins vegar í viðtali í morgunþætti ITV sjónvarpsstöðvarinnar bresku í morgun að yfirlýsingu um framtíð hans væri að vænta í næstu viku. Breskir miðlar eru þegar byrjaðir að skrifa eftirmælin um Blair og blaðið Independent birti í morgun niðurstöðu könnunar sem sýnir að rúm 60% Breta telja hann hafa staðið sig vel í starfi. Langflestir aðspurðra, 69% þeirra, að Blair verði helst minnst fyrir aðild að Íraksstríðinu. Ljóst er að Blair fer ekki ofar en 9. sæti á lista yfir þaulsætnustu forsætisráðherrum Breta. Járnfrúin Margrét Thatcher sat við völd í 11 og 1/2. Hún og Blair hafa setið lengst síðustu hundrað árin. Metið á hins vegar Sir Robert Walpole, sem almennt er talinn fyrsti forsætisráðherra Bretlands. Hann var við völd í 21 ár, frá 1721 til 1742. Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Líklegt er að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynni um brotthvarf sitt úr stjórnmálum í næstu viku. Tíu ár eru í dag frá því Blair tók við embætti eftir stórsigur Verkamannaflokksins á Íhaldsmönnum. Það er fyrsti maí 1997. Verkamannaflokkurinn hefur unnið stórsigur í þingkosningunum í Bretlandi. John Major, leiðtogi Íhaldsmanna, hrökklast úr Downing-stræti tíu og átján ára eyðimerkurgöngu vinstrimanna er lokið. Tony Blair og Gordon Brown hafa blásið ferskum vindum um bresk stjórnmál og Blair flytur inn í Downing-stræti og verður forsætisráðherra og Brown fjármálaráðherra. Síðan eru liðin tíu ár og Blair á leiðinni út. Brown sækist eftir formannsembætti í flokknum og forsætisráðuneytinu fram að næstu kosningum. Blair hefur gránað nokkuð og Brown orðin settlegri. Á sama tíma hafa Íhaldsmenn valdið ungan og frambærilegan formann, David Cameron, sem virðist geta fært þá til valda. Það sem hann hefur fram yfir forvera sína að mati margra er hversu vel hærðu hann er. Blair boðaði brotthvarf sitt í september í fyrra en tímasetti það ekki. Breskir fjölmiðlar hafa gert að því skóna síðustu daga að Blair hætti eða í það minnsta tilkynni hvenær hann hætti skömmu fyrir eða eftir sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi nú í vikunni. Blair sagði hins vegar í viðtali í morgunþætti ITV sjónvarpsstöðvarinnar bresku í morgun að yfirlýsingu um framtíð hans væri að vænta í næstu viku. Breskir miðlar eru þegar byrjaðir að skrifa eftirmælin um Blair og blaðið Independent birti í morgun niðurstöðu könnunar sem sýnir að rúm 60% Breta telja hann hafa staðið sig vel í starfi. Langflestir aðspurðra, 69% þeirra, að Blair verði helst minnst fyrir aðild að Íraksstríðinu. Ljóst er að Blair fer ekki ofar en 9. sæti á lista yfir þaulsætnustu forsætisráðherrum Breta. Járnfrúin Margrét Thatcher sat við völd í 11 og 1/2. Hún og Blair hafa setið lengst síðustu hundrað árin. Metið á hins vegar Sir Robert Walpole, sem almennt er talinn fyrsti forsætisráðherra Bretlands. Hann var við völd í 21 ár, frá 1721 til 1742.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent