Óttast meira mannfall Guðjón Helgason skrifar 2. maí 2007 19:00 Bush Bandaríkjaforseti óttast að mannfall verði áfram mikið í Írak og segir bandaríska hermenn ekki á heimleið á næstunni. Hann hvetur Íraka til að sameinast í að uppræta ofbeldi í landinu og biður um stuðning Bandaríkjamanna við herliðið í Írak. Það var 1. maí fyrir fjórum árum sem Bush Bandaríkjaforseti lenti vígreifur á herskipinu Abraham Lincoln og lýsti því yfir að verkefninu í Írak væri lokið. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hefðu sigrað í Írak. Í dag, rétt rúmum fjórum árum síðar, er enn barist í Írak og Bandaríkjaforseti biður um meiri pening fyrir fjölmennara herlið í Írak. Hann beitti þó neitunarvaldi sínu í gær á frumvarp um fjárveitingu því við það hafði verið bætt ákvæði um heimkvaðningu hermanna á næstu mánuðum. Bush sagði það ekki gáfulegt að segja andstæðingunum hvenær brotthvarf ætti að hefjast. Það eina sem hryðjuverkamennirnir þyrftu að gera væri að merkja við dagatalið sitt, safna kröftum og byrja að undirbúa áætlun sína um að steypa stjórnvöldum í Írak og ná völdum í landinu. Demókratar á Bandaríkjaþingi segja forsetann fara með þessu gegn vilja þjóðarinnar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að hún hafi vonast til þess að forsetinn færi með öðrum hætti með frumvarp beggja flokka sem meirihluti almennings í Bandaríkjunum styddi. Þess í stað hefði forsetinn beitt neitunarvaldi án þess að hugsa sig um. Bush ætlar að funda með fulltrúum demókrata næstu daga til að finna lausn á málinu. Ólíklegt er þó talið að hann vilji semja. Hann segir að mannfall verði áfram mikið í Írak og vill að Bandaríkjamenn styðji betur við bakið á hermönnunum þar. Hann segir enga auðvelda lausn á málinu. Hana vildi fólk finna en yrði ekki að ósk sinni. Hann telur rangt að velja auðveldu leiðina út. Brotthvarf myndi gagnast um stund en bjóða upp á vanda til lengri tíma. Erlent Fréttir Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Sjá meira
Bush Bandaríkjaforseti óttast að mannfall verði áfram mikið í Írak og segir bandaríska hermenn ekki á heimleið á næstunni. Hann hvetur Íraka til að sameinast í að uppræta ofbeldi í landinu og biður um stuðning Bandaríkjamanna við herliðið í Írak. Það var 1. maí fyrir fjórum árum sem Bush Bandaríkjaforseti lenti vígreifur á herskipinu Abraham Lincoln og lýsti því yfir að verkefninu í Írak væri lokið. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hefðu sigrað í Írak. Í dag, rétt rúmum fjórum árum síðar, er enn barist í Írak og Bandaríkjaforseti biður um meiri pening fyrir fjölmennara herlið í Írak. Hann beitti þó neitunarvaldi sínu í gær á frumvarp um fjárveitingu því við það hafði verið bætt ákvæði um heimkvaðningu hermanna á næstu mánuðum. Bush sagði það ekki gáfulegt að segja andstæðingunum hvenær brotthvarf ætti að hefjast. Það eina sem hryðjuverkamennirnir þyrftu að gera væri að merkja við dagatalið sitt, safna kröftum og byrja að undirbúa áætlun sína um að steypa stjórnvöldum í Írak og ná völdum í landinu. Demókratar á Bandaríkjaþingi segja forsetann fara með þessu gegn vilja þjóðarinnar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að hún hafi vonast til þess að forsetinn færi með öðrum hætti með frumvarp beggja flokka sem meirihluti almennings í Bandaríkjunum styddi. Þess í stað hefði forsetinn beitt neitunarvaldi án þess að hugsa sig um. Bush ætlar að funda með fulltrúum demókrata næstu daga til að finna lausn á málinu. Ólíklegt er þó talið að hann vilji semja. Hann segir að mannfall verði áfram mikið í Írak og vill að Bandaríkjamenn styðji betur við bakið á hermönnunum þar. Hann segir enga auðvelda lausn á málinu. Hana vildi fólk finna en yrði ekki að ósk sinni. Hann telur rangt að velja auðveldu leiðina út. Brotthvarf myndi gagnast um stund en bjóða upp á vanda til lengri tíma.
Erlent Fréttir Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent