Erlent

20 milljónir horfi á kappræður

Guðjón Helgason skrifar

Búist er við að 20 milljón Frakkar fylgist í kvöld með sjónvarpskappræðum frambjóðendanna tveggja sem berjast um forsetaembættið í Frakklandi. Þetta er síðasta tækifæri sósíalistans Segolene Royal til að saxa á naumt forskot hægrimannsins Nicolas Sarkozy. Kosið er á sunnudaginn.

Þetta eru fyrstu sjónvarpskappræður forseta efna í Frakklandi í 12 ár. Árið 1995 horfðu 17 milljón Frakkar á Jacques Chirac takast á við sósíalistann Lionel Jospin. Fyrir 5 árum vildi Chirac ekki taka þátt í kappræðum við þjóðernissinnanna Jean-Marie Le Pen, sem óvænt komst í aðra umferð kosninganna og því varð ekkert af kappræðum í það sinn.

Valery Giscard d´Estaign, fyrrverandi Frakklandsforseti og stuðningsmaður Sarkozy, segir frammistaðan í kvöld skipta miklu máli. Sjálfur segir hann að kappræðurnar gegn Francois Mitterand 1974 hafa tryggt sér embættið en 7 árum síðar hafi Mitterand gert betur og hreppt hnossið.

Spennan er mikil fyrir kappræðurnar í kvöld. Sarkozy hefur um 4% forskot á Royal og því mjótt á mununum. Sumir kjósendur hafa þegar ákveðið sig en aðrir ekki.

Charles Senard - kjósandi:

"Ég hef áhuga á að horfa á kappræður þeirra tveggja. Þær munu hafa úrslitaáhrif. Ég veit þó þegar hvort þeirra ég kýs. Þar sem þetta er naumt verður forvitnilegt að sjá hvað gerist."

Leriche - kjósandi:

"Kappræðurnar munu hjálpa mér að ákveðja hvorn frambjóðandan ég kýs. Ég kau hvorki Sarkozy né Royal í fyrri umferðinni. Ég styð frekar annan frambjóðandann en hinn, en þessar kappræður hjálpa mér að ákveða út frá framkomu frambjóðenda og viðhorfi."

Christelle Leclerc - kjósandi:

"Ég hef áhyggjur því Sarkozy er betri í kappræðum og ég hedl að Royal sé ekki eins orðheppin og hann, ekki eins sannfærandi, ekki eins vel máli farin, þó hugmyndir hennar séu betri."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×