Erlent

Hvaða George?

Óli Tynes skrifar
Þú manst....forseti
Þú manst....forseti

Bæði páfinn, Borat, og Osama bin-Laden eru á lista bandaríska vikuritsins Time yfir 100 áhrifamestu menn heimsins. Það er hinsvegar ekki George Bush, forseti Bandaríkjanna. Meðal annarra sem taldir eru áhrifameiri en Bush eru poppsöngvarinn Justin Timberlake, fyrirsætan Kate Moss og fótboltakappinn Thierry Henry.

Leikkonan America Ferrera sem leikur í sjónvarpsþáttunum Ugly Betty, skákar einnig forseta Bandaríkjanna. Sem og Raul Castro bráðabirgðaforseti Kúbu og Wesley Autrey, sem bjargaði manni af járnbrautarteinum rétt áður en lestin kom æðandi.

Og náttúrulega líka Kári Stefánsson, sem er á listanum í hópi vísindamanna og hugsuða.


Tengdar fréttir

Kári Stefánsson í hópi 100 mestu áhrifamanna Time

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er á lista yfir 100 áhrifamestu menn heimsins í lista bandaríska vikuritsins Time, sem birtur er í dag. Áhrifafólkinu er skipt í hópa yfir til dæmis listamenn, leiðtoga, hetjur og frumkvöðla og vísindamenn og hugsuði. Kári tilheyrir síðastnefnda hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×