Utah vann nauman sigur á Golden State 8. maí 2007 06:01 Deron Williams fer hér framhjá Baron Davis í leiknum í nótt, en þeir léku báðir mjög vel NordicPhotos/GettyImages Fyrsti leikur Utah og Golden State í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA var æsispennandi en svo fór að lokum að heimamenn í Utah höfðu sigur 116-112 á heimavelli sínum. Leikurinn var að hluta til einvígi leikstjórnendanna Deron Williams og Baron Davis og það var hinn ungi Williams sem náði að leiða lið sitt til sigurs í þetta sinn. Flestir reiknuðu með því að Utah myndi reyna að halda niðri hraðanum gegn skotglöðum lærisveinum Don Nelson, en annað var uppi á teningnum. Leikurinn var bráðfjörugur frá fyrstu mínútu og höfðu gestirnir frumkvæðið frá hálfleiknum og fram í fjórða leikhlutann. Munurinn var þó aldrei mikill en taugar heimamanna héldu á lokasprettinum. Carlos Boozer var gríðarlega mikilvægur í lokin líkt og í oddaleiknum gegn Houston á dögunum og kom Utah tveimur stigum yfir þegar hann hirti sóknarfrákst og skoraði þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum. Steven Jackson reyndi þriggja stiga skot fyrir Golden State sem klikkaði og Matt Harpring setti niður tvö víti fyrir Utah og kláraði leikinn. Deron Williams var atkvæðamestur heimamanna með 31 stig og 8 stoðsendingar og er þessi ungi leikstjórnandi heldur betur að stimpla sig inn sem einn sá besti í deildinni í úrslitakeppninni. Mehmet Okur skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst, Matt Harpring skoraði 21 stig af bekknum, Carlos Boozer skoraði 17 stig og hirti 20 fráköst - þar af 10 í sókninni - og Andrei Kirilenko skoraði 13 stig, hirti 7 fráköst og varði 7 skot. Baron Davis skoraði 24 stig fyrir Golden State - þar af ekkert í fyrsta leikhluta og 17 í öðrum leikhluta, Al Harrington fann sig á ný og skoraði 21 stig af bekknum, Jason Richardson skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst og Matt Barnes skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst og Stephen Jackson skoraði 16 stig. Hinn reyndi byrjunarliðsmaður Derek Fisher var ekki í leikmannahópi Utah í nótt vegna uppákomu í fjölskyldu hans og fékk leyfi frá leiknum. Það kom sér afar illa fyrir heimamenn, sem þurftu að treysta á nýliðann Dee Brown til að leysa Deron Williams af hólmi í leikstjórnandahlutverkinu. Hann stóð sig ágætlega þær mínútur sem hann spilaði. "Við sýndum enn og aftur að það er töggur í þessu liði og eftir hremmingar okkar gegn Houston, sýndum við að við erum tilbúnir í slaginn gegn hvaða liði sem er," sagði Deron Williams hjá Utah sem náði að halda sæmilega aftur af Baron Davis í mikilvægu einvígi leikstjórnendanna. "Þetta er ekki einvígi Deron Williams og Baron Davis," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah fúll þegar hann var spurður út í góðan leik Williams. "Við erum að keppa við Golden State en ekki Baron Davis og mér er alveg sama um keppni einstaklinga. Þetta er liðsíþrótt," urraði Sloan á blaðamann eftir leikinn. Utah var með lakari hittni og fleiri tapaða bolta í leiknum í nótt, en vann baráttuna um fráköstin 54-36. Næsti leikur liðanna er aðfararnótt fimmtudagsins og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni. NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Fyrsti leikur Utah og Golden State í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA var æsispennandi en svo fór að lokum að heimamenn í Utah höfðu sigur 116-112 á heimavelli sínum. Leikurinn var að hluta til einvígi leikstjórnendanna Deron Williams og Baron Davis og það var hinn ungi Williams sem náði að leiða lið sitt til sigurs í þetta sinn. Flestir reiknuðu með því að Utah myndi reyna að halda niðri hraðanum gegn skotglöðum lærisveinum Don Nelson, en annað var uppi á teningnum. Leikurinn var bráðfjörugur frá fyrstu mínútu og höfðu gestirnir frumkvæðið frá hálfleiknum og fram í fjórða leikhlutann. Munurinn var þó aldrei mikill en taugar heimamanna héldu á lokasprettinum. Carlos Boozer var gríðarlega mikilvægur í lokin líkt og í oddaleiknum gegn Houston á dögunum og kom Utah tveimur stigum yfir þegar hann hirti sóknarfrákst og skoraði þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum. Steven Jackson reyndi þriggja stiga skot fyrir Golden State sem klikkaði og Matt Harpring setti niður tvö víti fyrir Utah og kláraði leikinn. Deron Williams var atkvæðamestur heimamanna með 31 stig og 8 stoðsendingar og er þessi ungi leikstjórnandi heldur betur að stimpla sig inn sem einn sá besti í deildinni í úrslitakeppninni. Mehmet Okur skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst, Matt Harpring skoraði 21 stig af bekknum, Carlos Boozer skoraði 17 stig og hirti 20 fráköst - þar af 10 í sókninni - og Andrei Kirilenko skoraði 13 stig, hirti 7 fráköst og varði 7 skot. Baron Davis skoraði 24 stig fyrir Golden State - þar af ekkert í fyrsta leikhluta og 17 í öðrum leikhluta, Al Harrington fann sig á ný og skoraði 21 stig af bekknum, Jason Richardson skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst og Matt Barnes skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst og Stephen Jackson skoraði 16 stig. Hinn reyndi byrjunarliðsmaður Derek Fisher var ekki í leikmannahópi Utah í nótt vegna uppákomu í fjölskyldu hans og fékk leyfi frá leiknum. Það kom sér afar illa fyrir heimamenn, sem þurftu að treysta á nýliðann Dee Brown til að leysa Deron Williams af hólmi í leikstjórnandahlutverkinu. Hann stóð sig ágætlega þær mínútur sem hann spilaði. "Við sýndum enn og aftur að það er töggur í þessu liði og eftir hremmingar okkar gegn Houston, sýndum við að við erum tilbúnir í slaginn gegn hvaða liði sem er," sagði Deron Williams hjá Utah sem náði að halda sæmilega aftur af Baron Davis í mikilvægu einvígi leikstjórnendanna. "Þetta er ekki einvígi Deron Williams og Baron Davis," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah fúll þegar hann var spurður út í góðan leik Williams. "Við erum að keppa við Golden State en ekki Baron Davis og mér er alveg sama um keppni einstaklinga. Þetta er liðsíþrótt," urraði Sloan á blaðamann eftir leikinn. Utah var með lakari hittni og fleiri tapaða bolta í leiknum í nótt, en vann baráttuna um fráköstin 54-36. Næsti leikur liðanna er aðfararnótt fimmtudagsins og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni.
NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira