Skilaboð frá Bandaríkjunum Eva Bergþóra Guðbergsdóttir skrifar 12. maí 2007 20:00 Fréttamenn í dag glíma við tímaleysi, eigin tilfinningar og misvitra heimildarmenn. Þetta sögðu Dan Rather og Bob Woodward, tvær helstu stjörnur bandarískrar frétta- og blaðamennsku, þegar þeir ræddu við unga blaðamenn í Monteray í Kaliforníu nýlega. Woodward, sem fyrstur varð frægur þegar hann fletti ofan af Watergate-málinu fyrir Washington Post, og Rather er reynslubolti úr heimi bandarískra sjónvarpsfrétta. Þeir voru báðir tilbúnir að samþykkja ákveðin mistök blaðamanna í aðdraganda Íraksstríðsins. Woodward sagði að einna helst fælust þau í því að ekki hefði vrið nægilega rætt um hvað það væri í raun mikið mál fyrir þjóð að fara í stríð. Rather tók undir að þjóðarandinn í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001 hefði haft áhrif. Rather segir þó ekki eingöngu duga að horfa á blaðamenn, aðgangshörð blaðamennska þrífist bara með stuðningi almennings. Woodward virtist taka því persónulega þegar talið barst að þeim sem gagnrýndu blaðamenn í dag fyrir gagnrýnislausa umfjöllun um stríðið í Írak. Hann sagði umfjöllun mikla. Í blaði hans, Washington Post, heðfi á dögunum verið umfjöllun um verkefni írösku ríkisstjórnarinnar. Það sem Nouri al-Maliki, forsætisráðherra, þurfi að leysa sé meðal annars olíudreifing og gerð stjórnarskárs, svo eitthvað sé nefnt og það sé langt frá því leyst. Þessar goðsagnir nútíma blaðamennsku segja mikilvægt að halda ákveðinni fjarlægð frá umfjöllunarefninu. Rather segir í Washington hafi sumir fjölmiðlamenn fallið í þá gryfju að vingast um of við heimildarmenn og sumir þurft að greiða mikið óeiginlegt gjald fyrir aðgang að heimildum. Þegar rætt er um hver stærsta ógnin við lýðræðinu sé segir Woodward svarið einfalt. Það sem skaði lýðræðið sé ríkisstjórn sveipuð skugga. Sá sem hafi sagt að lýðræðið deyji í myrkrinu hafi haft rétt fyrir sér. Erlent Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Fréttamenn í dag glíma við tímaleysi, eigin tilfinningar og misvitra heimildarmenn. Þetta sögðu Dan Rather og Bob Woodward, tvær helstu stjörnur bandarískrar frétta- og blaðamennsku, þegar þeir ræddu við unga blaðamenn í Monteray í Kaliforníu nýlega. Woodward, sem fyrstur varð frægur þegar hann fletti ofan af Watergate-málinu fyrir Washington Post, og Rather er reynslubolti úr heimi bandarískra sjónvarpsfrétta. Þeir voru báðir tilbúnir að samþykkja ákveðin mistök blaðamanna í aðdraganda Íraksstríðsins. Woodward sagði að einna helst fælust þau í því að ekki hefði vrið nægilega rætt um hvað það væri í raun mikið mál fyrir þjóð að fara í stríð. Rather tók undir að þjóðarandinn í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001 hefði haft áhrif. Rather segir þó ekki eingöngu duga að horfa á blaðamenn, aðgangshörð blaðamennska þrífist bara með stuðningi almennings. Woodward virtist taka því persónulega þegar talið barst að þeim sem gagnrýndu blaðamenn í dag fyrir gagnrýnislausa umfjöllun um stríðið í Írak. Hann sagði umfjöllun mikla. Í blaði hans, Washington Post, heðfi á dögunum verið umfjöllun um verkefni írösku ríkisstjórnarinnar. Það sem Nouri al-Maliki, forsætisráðherra, þurfi að leysa sé meðal annars olíudreifing og gerð stjórnarskárs, svo eitthvað sé nefnt og það sé langt frá því leyst. Þessar goðsagnir nútíma blaðamennsku segja mikilvægt að halda ákveðinni fjarlægð frá umfjöllunarefninu. Rather segir í Washington hafi sumir fjölmiðlamenn fallið í þá gryfju að vingast um of við heimildarmenn og sumir þurft að greiða mikið óeiginlegt gjald fyrir aðgang að heimildum. Þegar rætt er um hver stærsta ógnin við lýðræðinu sé segir Woodward svarið einfalt. Það sem skaði lýðræðið sé ríkisstjórn sveipuð skugga. Sá sem hafi sagt að lýðræðið deyji í myrkrinu hafi haft rétt fyrir sér.
Erlent Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira