Skilaboð frá Bandaríkjunum Eva Bergþóra Guðbergsdóttir skrifar 12. maí 2007 20:00 Fréttamenn í dag glíma við tímaleysi, eigin tilfinningar og misvitra heimildarmenn. Þetta sögðu Dan Rather og Bob Woodward, tvær helstu stjörnur bandarískrar frétta- og blaðamennsku, þegar þeir ræddu við unga blaðamenn í Monteray í Kaliforníu nýlega. Woodward, sem fyrstur varð frægur þegar hann fletti ofan af Watergate-málinu fyrir Washington Post, og Rather er reynslubolti úr heimi bandarískra sjónvarpsfrétta. Þeir voru báðir tilbúnir að samþykkja ákveðin mistök blaðamanna í aðdraganda Íraksstríðsins. Woodward sagði að einna helst fælust þau í því að ekki hefði vrið nægilega rætt um hvað það væri í raun mikið mál fyrir þjóð að fara í stríð. Rather tók undir að þjóðarandinn í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001 hefði haft áhrif. Rather segir þó ekki eingöngu duga að horfa á blaðamenn, aðgangshörð blaðamennska þrífist bara með stuðningi almennings. Woodward virtist taka því persónulega þegar talið barst að þeim sem gagnrýndu blaðamenn í dag fyrir gagnrýnislausa umfjöllun um stríðið í Írak. Hann sagði umfjöllun mikla. Í blaði hans, Washington Post, heðfi á dögunum verið umfjöllun um verkefni írösku ríkisstjórnarinnar. Það sem Nouri al-Maliki, forsætisráðherra, þurfi að leysa sé meðal annars olíudreifing og gerð stjórnarskárs, svo eitthvað sé nefnt og það sé langt frá því leyst. Þessar goðsagnir nútíma blaðamennsku segja mikilvægt að halda ákveðinni fjarlægð frá umfjöllunarefninu. Rather segir í Washington hafi sumir fjölmiðlamenn fallið í þá gryfju að vingast um of við heimildarmenn og sumir þurft að greiða mikið óeiginlegt gjald fyrir aðgang að heimildum. Þegar rætt er um hver stærsta ógnin við lýðræðinu sé segir Woodward svarið einfalt. Það sem skaði lýðræðið sé ríkisstjórn sveipuð skugga. Sá sem hafi sagt að lýðræðið deyji í myrkrinu hafi haft rétt fyrir sér. Erlent Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Fréttamenn í dag glíma við tímaleysi, eigin tilfinningar og misvitra heimildarmenn. Þetta sögðu Dan Rather og Bob Woodward, tvær helstu stjörnur bandarískrar frétta- og blaðamennsku, þegar þeir ræddu við unga blaðamenn í Monteray í Kaliforníu nýlega. Woodward, sem fyrstur varð frægur þegar hann fletti ofan af Watergate-málinu fyrir Washington Post, og Rather er reynslubolti úr heimi bandarískra sjónvarpsfrétta. Þeir voru báðir tilbúnir að samþykkja ákveðin mistök blaðamanna í aðdraganda Íraksstríðsins. Woodward sagði að einna helst fælust þau í því að ekki hefði vrið nægilega rætt um hvað það væri í raun mikið mál fyrir þjóð að fara í stríð. Rather tók undir að þjóðarandinn í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001 hefði haft áhrif. Rather segir þó ekki eingöngu duga að horfa á blaðamenn, aðgangshörð blaðamennska þrífist bara með stuðningi almennings. Woodward virtist taka því persónulega þegar talið barst að þeim sem gagnrýndu blaðamenn í dag fyrir gagnrýnislausa umfjöllun um stríðið í Írak. Hann sagði umfjöllun mikla. Í blaði hans, Washington Post, heðfi á dögunum verið umfjöllun um verkefni írösku ríkisstjórnarinnar. Það sem Nouri al-Maliki, forsætisráðherra, þurfi að leysa sé meðal annars olíudreifing og gerð stjórnarskárs, svo eitthvað sé nefnt og það sé langt frá því leyst. Þessar goðsagnir nútíma blaðamennsku segja mikilvægt að halda ákveðinni fjarlægð frá umfjöllunarefninu. Rather segir í Washington hafi sumir fjölmiðlamenn fallið í þá gryfju að vingast um of við heimildarmenn og sumir þurft að greiða mikið óeiginlegt gjald fyrir aðgang að heimildum. Þegar rætt er um hver stærsta ógnin við lýðræðinu sé segir Woodward svarið einfalt. Það sem skaði lýðræðið sé ríkisstjórn sveipuð skugga. Sá sem hafi sagt að lýðræðið deyji í myrkrinu hafi haft rétt fyrir sér.
Erlent Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira