Viðskipti erlent

Dregur úr verðbólgu í Bretlandi

Bresk pund.
Bresk pund.

Verðbólga mældist 2,8 prósent í Bretlandi í apríl, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar sem birtir voru í dag. Þetta er 0,3 prósentustiga lækkun á milli mánaða og í takt við væntingar greinenda, sem telja þetta ekki draga úr líkum á hækkun stýrivaxta í sumar.

Verðbólgan mældist 3,1 prósent í Bretlandi í mars og kom það flestum á óvart, ekki síst peningamálanefnd Englandsbanka. Varð Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, að skrifa stjórnvöldum bréf og gera grein fyrir ástæðu þess að verðbólga hafi mælst umfram væntingar og ákvörðun bankans að halda stýrivöxtum óbreyttum í sama mánuði.

Var mjög þrýst á Englandsbanka að hækka stýrivexti í kjölfarið. Varð bankinn við því í síðustu viku og hækkaði vextina um 25 punkta og fóru stýrivexti í Bretlandi við það í 5,55 prósent.

Gert er ráð fyrir 25 punkta hækkun til viðbótar í ágúst, að sögn breska ríkisútvarpsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×