San Antonio og Cleveland komin áfram 19. maí 2007 11:41 Steve Nash og Tim Duncan, leiðtogar sinna liða, féllust í faðma eftir leikinn í nótt og hrósuðu hvor öðrum fyrir góðan leik. MYND/Getty San Antonio og Cleveland tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum NBA-deildarinnar, en San Antonio lagði Phoenix á heimavelli, 114-106, en Cleveland vann New Jersey, 88-72. San Antonio mætir Utah en Cleveland tekur á móti Detroit. Þrír menn lögðu grunninn að sigri San Antonio í nótt. Fyrst ber að nefna Tim Duncan, sem var aðeins einu blokki frá þrefaldri tvennu; skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði níu skot. Tony Parker stóð fyrir sínu og skoraði 30 stig en loksins í nótt steig Manu Ginobili upp og lék eins og hann getur best. Ginobili kom af bekknum og skoraði 33 stig, þar af mörg mikilvæg stig í þriðja leikhluta þegar San Antonio náði að snúa leiknum sér í hag. Ginobili tók auk þess 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. “Þetta var mikill baráttuleikur á milli tveggja frábærra liða. Við erum í skýjunum með að vera komnir áfram. Mike D´Antoni, hans starfslið og hans leikmenn, eru ótrúlega góðir í körfubolta og ég skil eiginlega ekki hvernig við fórum að því að vinna þetta nánast fullkomna lið,” sagði Greg Popovich, stjóri San Antonio eftir leikinn. San Antonio vann einvígið 4-2, þar sem tveir útisigrar skiptu miklu máli. Liðið mætir Utah í úrslitum Vesturdeildarinnar. Amara Stoudamire snéri aftur í lið Phoenix eftir leikbann og stóð sig frábærlega, skoraði 38 stig og tók 15 fráköst. Steve Nash skoraði 16 stig og gaf 14 stoðsendingar. Athygli vakti að eftir leikinn féllust Duncan og Nash í faðma og hvíslaði sá fyrrnefndi einhverju að eyra Nash. Duncan var spurður að því eftir leikinn hvað hann hefði sagt við Nash. “Ég sagði honum einfaldlega hversu ótrúlegan leikmann ég teldi hann vera. Hann stjórnar þessu liði algjörlega og allt það besta sem liðið gerir fer í gegnum hann. Bruce Bowen stóð sig frábærlega í að elta hann og trufla og hélt honum aðeins í skefjum. Annars er Nash leikmaður sem er ekki hægt að stöðva,” sagði Duncan. LeBron James skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í 88-72 sigri Cleveland á New Jersey. Cleveleand vann einvígið samanlagt 4-2 og mætir Detroit í úrslitum Austurdeildarinnar, en þetta er í fyrsta sinn í 15 ár sem Cleveland kemst svo langt í deildinni. “Þetta er dásamleg tilfinning,” sagði LeBron eftir leikinn. “Ein sú besta sem ég hef fundið á mínum ferli sem körfuboltamaður,” bætti hann við. Jason Kidd skoraði 19 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Phoenix. NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
San Antonio og Cleveland tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum NBA-deildarinnar, en San Antonio lagði Phoenix á heimavelli, 114-106, en Cleveland vann New Jersey, 88-72. San Antonio mætir Utah en Cleveland tekur á móti Detroit. Þrír menn lögðu grunninn að sigri San Antonio í nótt. Fyrst ber að nefna Tim Duncan, sem var aðeins einu blokki frá þrefaldri tvennu; skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði níu skot. Tony Parker stóð fyrir sínu og skoraði 30 stig en loksins í nótt steig Manu Ginobili upp og lék eins og hann getur best. Ginobili kom af bekknum og skoraði 33 stig, þar af mörg mikilvæg stig í þriðja leikhluta þegar San Antonio náði að snúa leiknum sér í hag. Ginobili tók auk þess 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. “Þetta var mikill baráttuleikur á milli tveggja frábærra liða. Við erum í skýjunum með að vera komnir áfram. Mike D´Antoni, hans starfslið og hans leikmenn, eru ótrúlega góðir í körfubolta og ég skil eiginlega ekki hvernig við fórum að því að vinna þetta nánast fullkomna lið,” sagði Greg Popovich, stjóri San Antonio eftir leikinn. San Antonio vann einvígið 4-2, þar sem tveir útisigrar skiptu miklu máli. Liðið mætir Utah í úrslitum Vesturdeildarinnar. Amara Stoudamire snéri aftur í lið Phoenix eftir leikbann og stóð sig frábærlega, skoraði 38 stig og tók 15 fráköst. Steve Nash skoraði 16 stig og gaf 14 stoðsendingar. Athygli vakti að eftir leikinn féllust Duncan og Nash í faðma og hvíslaði sá fyrrnefndi einhverju að eyra Nash. Duncan var spurður að því eftir leikinn hvað hann hefði sagt við Nash. “Ég sagði honum einfaldlega hversu ótrúlegan leikmann ég teldi hann vera. Hann stjórnar þessu liði algjörlega og allt það besta sem liðið gerir fer í gegnum hann. Bruce Bowen stóð sig frábærlega í að elta hann og trufla og hélt honum aðeins í skefjum. Annars er Nash leikmaður sem er ekki hægt að stöðva,” sagði Duncan. LeBron James skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í 88-72 sigri Cleveland á New Jersey. Cleveleand vann einvígið samanlagt 4-2 og mætir Detroit í úrslitum Austurdeildarinnar, en þetta er í fyrsta sinn í 15 ár sem Cleveland kemst svo langt í deildinni. “Þetta er dásamleg tilfinning,” sagði LeBron eftir leikinn. “Ein sú besta sem ég hef fundið á mínum ferli sem körfuboltamaður,” bætti hann við. Jason Kidd skoraði 19 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Phoenix.
NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira