Lugovoy ákærður fyrir morðið á Litvinenko Jónas Haraldsson skrifar 22. maí 2007 10:30 Andrei Lugovoy, sem hefur nú verið ákærður fyrir morðið á Alexander Litvinenko. MYND/AP Rússinn Andrei Lugovoy verður ákærður fyrir morðið á fyrrum njósnaranum Alexander Litvinenko. Saksóknari bresku krúnunnar skýrði frá þessu í morgun. „Í dag komst ég að þeirri niðurstöðu að sönnunargögnin sem lögreglan sendi okkur nægja til þess að ákæra Andrei Lugovoy fyrir að hafa eitrað fyrir og þannig myrt Alexander Litvinenko." sagði Ken MacDonald, ríkissaksóknari Bretlands, á fréttamannafundi. Lögregla við rannsókn á málinu í nóvember síðastliðnum.Breska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Rússlands í Bretlandi á sinn fund í morgun til þess að gera honum grein fyrir því að ætlast væri til þess að Rússar veittu fulla samvinnu í málinu. „Þetta var alvarlegur glæpur og við væntum skilyrðislausrar samvinnu Rússa við að koma þeim ákærða fyrir dóm í Bretlandi. Við komum þessum sjónarhornum okkar sterklega á framfæri við rússneska sendiherrann þegar við töluðum við hann í morgun." sagði Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í morgun. Heimildarmaður Reuters á skrifstofu aðalsaksóknara í Rússlandi sagði í morgun, eftir að hafa heyrt af ákærunni í máli Litvinenko, að Andrei Lugovoy yrði alls ekki framseldur til Bretlands. „Samkvæmt klásúlu í stjórnarskrá Rússa er óheimilt að framselja rússneska ríkisborgara til annarra landa ef rétta á yfir þeim og Lugovoy virðist vera rússneskur ríkisborgari." sagði heimildarmaðurinn. „Rússar ættu að verða við ósk okkar um að framselja Andrei Lugovoy.“ sagði talsmaður skrifstofu forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, nú í morgun. Hann sagði jafnframt að þó svo að Bretland tengdist Rússlandi á efnahagslega og stjórnmálalega vegu ætti það engin áhrif að hafa á framsalsbeiðnina. „Þau tengsl eiga ekki að verða til þess að alþjóðalög verði virt að vettugi og við munum gera allt sem í valdi okkar stendur til þess að farið verði eftir þeim í þessu máli.“ sagði hann enn frekar. Enn hefur ekkert heyrst frá stjórnvöldum í Rússlandi vegna málsins. Litvinenko á dánarbeði sínu.MYND/APLitvinenko, fyrrum KGB njósnari og harður gagnrýnandi Vladimirs Putins, forseta Rússlands, lést í nóvember síðastliðnum eftir að eitrað hafði verið fyrir honum með geislavirka efninu pólóníum 210. Á dánarbeði sínu gaf hann frá sér tilkynningu þar sem hann ásakaði Putin um að vera að baki ódæðinu. Ráðamenn í Moskvu hafa sagt ásakanirnar fáránlegar. Þær urðu til þess að samskipti Rússa og Breta kólnuðu talsvert. Fréttaskýrendur segja að ákæran í dag gæti orðið til þess að samskiptum þeirra gæti enn hrakað. Erlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Rússinn Andrei Lugovoy verður ákærður fyrir morðið á fyrrum njósnaranum Alexander Litvinenko. Saksóknari bresku krúnunnar skýrði frá þessu í morgun. „Í dag komst ég að þeirri niðurstöðu að sönnunargögnin sem lögreglan sendi okkur nægja til þess að ákæra Andrei Lugovoy fyrir að hafa eitrað fyrir og þannig myrt Alexander Litvinenko." sagði Ken MacDonald, ríkissaksóknari Bretlands, á fréttamannafundi. Lögregla við rannsókn á málinu í nóvember síðastliðnum.Breska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Rússlands í Bretlandi á sinn fund í morgun til þess að gera honum grein fyrir því að ætlast væri til þess að Rússar veittu fulla samvinnu í málinu. „Þetta var alvarlegur glæpur og við væntum skilyrðislausrar samvinnu Rússa við að koma þeim ákærða fyrir dóm í Bretlandi. Við komum þessum sjónarhornum okkar sterklega á framfæri við rússneska sendiherrann þegar við töluðum við hann í morgun." sagði Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í morgun. Heimildarmaður Reuters á skrifstofu aðalsaksóknara í Rússlandi sagði í morgun, eftir að hafa heyrt af ákærunni í máli Litvinenko, að Andrei Lugovoy yrði alls ekki framseldur til Bretlands. „Samkvæmt klásúlu í stjórnarskrá Rússa er óheimilt að framselja rússneska ríkisborgara til annarra landa ef rétta á yfir þeim og Lugovoy virðist vera rússneskur ríkisborgari." sagði heimildarmaðurinn. „Rússar ættu að verða við ósk okkar um að framselja Andrei Lugovoy.“ sagði talsmaður skrifstofu forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, nú í morgun. Hann sagði jafnframt að þó svo að Bretland tengdist Rússlandi á efnahagslega og stjórnmálalega vegu ætti það engin áhrif að hafa á framsalsbeiðnina. „Þau tengsl eiga ekki að verða til þess að alþjóðalög verði virt að vettugi og við munum gera allt sem í valdi okkar stendur til þess að farið verði eftir þeim í þessu máli.“ sagði hann enn frekar. Enn hefur ekkert heyrst frá stjórnvöldum í Rússlandi vegna málsins. Litvinenko á dánarbeði sínu.MYND/APLitvinenko, fyrrum KGB njósnari og harður gagnrýnandi Vladimirs Putins, forseta Rússlands, lést í nóvember síðastliðnum eftir að eitrað hafði verið fyrir honum með geislavirka efninu pólóníum 210. Á dánarbeði sínu gaf hann frá sér tilkynningu þar sem hann ásakaði Putin um að vera að baki ódæðinu. Ráðamenn í Moskvu hafa sagt ásakanirnar fáránlegar. Þær urðu til þess að samskipti Rússa og Breta kólnuðu talsvert. Fréttaskýrendur segja að ákæran í dag gæti orðið til þess að samskiptum þeirra gæti enn hrakað.
Erlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira