Nýr stjórnarsáttmáli boðar breytingar á verkefnum ráðuneyta Gissur Sigurðsson skrifar 23. maí 2007 07:05 MYND/Daníel Töluverðar breytingar verða á verkefnum ýmissa ráðuneyta, samkvæmt stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og aðeins fjórar konur verða í tólf manna ráðherraliði nýju ríkisstjórnarinnar, þar af þrjár úr Samfylkingu. Litlar breytingar urðu á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins fyrir utan að Guðlaugur Þór Þórðarson kemur nýr inn og verður heilbrigðisráðherra og ýmis verkefni verða flutt frá heilbrigðisráðuneyti yfir í félagsmálaráðuneyti. Sturla Böðvarsson gengur úr ráðherraliðinu og verður forseti Alþingis. Geir H. Haarde verður áfram forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir áfram menntamálaráðherra, Einar K. Guðfinnson verður ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála, án þess að ráðuneytin hafi verið sameinuð, enn sem komið er.Árni M. Mathiesen verður áfram fjármálaráðherra og Björn Bjarnason áfram dóms- og kirkjumálaráðherra. Fram kom í viðtölum við konur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi, að þeim þætti hlutur kvenna rýr í ráðherraliði flokksins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður utanríkisráðherra , Jóhanna Sigurðardóttir verður félagsmálaráðherra, eða ráðherra velferðarmála, eins og það var orðað í gærkvöldi. Málefni aldraðra og almannatrygginga færast undir undir ráðuneyti hennar. Þá verður Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, en málefni ferðamála hafa verið færð frá samgönguráðuneytinu yfir í iðnaðarráðuneytið. Fyrir utan Jóhönnu og Össur eru aðrir samfylkingarmenn, að Ingibjörgu Sólrúnu meðtalinni, að máta ráðherrastólinn í fyrsta sinn. Björgvin G. Sigurðsson verður viðskiptaráðherra og Kristján L. Möller fer með samgöngumál og Þórunn Sveinbjarnardóttir verður umhverfisráðherra. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar er ekki í ráðherraliði flokksins. Klukkan hálftíu í dag mun Geir H. Haarde fara á fund Forseta Íslands og tilkynna honum að ný ríkisstjórn hafi verið mynduð og klukkan ellefu verður svo stefnuyfirlýsing hinnar nýju stjórnar kynnt á Þingvöllum. Ríkisstjórnarskipti fara svo formlega fram á ríkisráðsfundi á morgun. Kosningar 2007 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Töluverðar breytingar verða á verkefnum ýmissa ráðuneyta, samkvæmt stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og aðeins fjórar konur verða í tólf manna ráðherraliði nýju ríkisstjórnarinnar, þar af þrjár úr Samfylkingu. Litlar breytingar urðu á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins fyrir utan að Guðlaugur Þór Þórðarson kemur nýr inn og verður heilbrigðisráðherra og ýmis verkefni verða flutt frá heilbrigðisráðuneyti yfir í félagsmálaráðuneyti. Sturla Böðvarsson gengur úr ráðherraliðinu og verður forseti Alþingis. Geir H. Haarde verður áfram forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir áfram menntamálaráðherra, Einar K. Guðfinnson verður ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála, án þess að ráðuneytin hafi verið sameinuð, enn sem komið er.Árni M. Mathiesen verður áfram fjármálaráðherra og Björn Bjarnason áfram dóms- og kirkjumálaráðherra. Fram kom í viðtölum við konur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi, að þeim þætti hlutur kvenna rýr í ráðherraliði flokksins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður utanríkisráðherra , Jóhanna Sigurðardóttir verður félagsmálaráðherra, eða ráðherra velferðarmála, eins og það var orðað í gærkvöldi. Málefni aldraðra og almannatrygginga færast undir undir ráðuneyti hennar. Þá verður Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, en málefni ferðamála hafa verið færð frá samgönguráðuneytinu yfir í iðnaðarráðuneytið. Fyrir utan Jóhönnu og Össur eru aðrir samfylkingarmenn, að Ingibjörgu Sólrúnu meðtalinni, að máta ráðherrastólinn í fyrsta sinn. Björgvin G. Sigurðsson verður viðskiptaráðherra og Kristján L. Möller fer með samgöngumál og Þórunn Sveinbjarnardóttir verður umhverfisráðherra. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar er ekki í ráðherraliði flokksins. Klukkan hálftíu í dag mun Geir H. Haarde fara á fund Forseta Íslands og tilkynna honum að ný ríkisstjórn hafi verið mynduð og klukkan ellefu verður svo stefnuyfirlýsing hinnar nýju stjórnar kynnt á Þingvöllum. Ríkisstjórnarskipti fara svo formlega fram á ríkisráðsfundi á morgun.
Kosningar 2007 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira