Erlent

Smokkarnir voru of litlir

Óli Tynes skrifar
Frá Grænlandi. Þar sem karlmenn eru karlmenn.
Frá Grænlandi. Þar sem karlmenn eru karlmenn.

Meðalstærð af smokkum sem grænlenska landsstjórnin útdeildi ókeypis til þegna sinna reyndist vera of lítil fyrir grænlenska karlmenn. Forvarnarstofnunin Paarisa sendi í fyrra smokka með nafninu Torrak til allra karlmanna á Grænlandi til þess að draga úr kynsjúkdómum og óæskilegum þungunum. Og ekki vantaði að smokkunum var vel tekið.

Hinsvegar fóru fljótlega að berast kvartanir til Paarisa um að smokkarnir væru alltof litlir. Paarisa hafði valið evrópska meðalstærð. Það var ekki nóg fyrir þorra grænlenskra karlmanna.

Sofie Jessen, sem starfar hjá Paarisa segir í viðtali við grænlenska blaðið Sermitsiaq að nú hafi verið pantaðir stærri smokkar, til þess að allir geti verið með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×