Ætla ekki að skrifa undir loftslagssamninga Guðjón Helgason skrifar 6. júní 2007 18:45 Bandaríkjamenn ætla ekki að skrifa undir neina loftslagssamninga á leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims sem hófst í Þýskalandi í dag. Deilan um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum eins og dökkt þrumuský. Þeir komu til Rostock í austur hluta Þýskalands í gær og í dag, hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum. Þaðan héldu þeir til nærliggjandi strandbæjar, Heiligendamm, þar sem fundað verður fram á föstudag. Svæðið er afgirt með tæplega þriggja kílómetra hárri og tólf kílómetra langri girðingu sem vafin er gaddavír að ofan. Henni er ætlað að varna því að harðsnúnir andstæðingar alþjóðavæðingar og aðrir mótmælendur streymi að fundarstaðnum til að viðra skoðanir sínar með góðu eða illu. Mótmælendur létu í sér heyra þegar upp úr sauð í Rostock um síðustu helgi og í dag streymdu þeir í þúsunda tali eins nálægt fundarstaðnum og þeir komust. Lögregla notaði vatsnþrýstidælur til að dreifa mannfjöldanum og handtók einhverja. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi særst alvarlega í átökum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur gert metnaðarfullar tillögur um að nýjum loftslagssamning. Hún ætlar að reyna hvað hún getur til að sannfæra aðra leiðtoga á fundinum um að samþykkja það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur 50% frá mælingu árið 1990 og það fyrir árið 2050. Merkel vill einnig að markið verði sett hátt hvað orkunýtni varðar og hún aukin um 20%. Bush Bandaríkjaforseti þakkað kanslaranum fyrir forystu í málinu og sagðist hlakka til að vinna að þessu máli með leiðtogum annarra iðnríkja. Þrátt fyrir þessi orð hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir að þeir ætli ekki að skrifa undir neinn loftslagssamning á fundi leiðtoganna - hann sé ekki vettvangur til þess. Í nýrri umhverfisstefnu Bandaríkjaforseta er boðað til fundarraða helstu mengunarríkja þar sem stefnt verði að samkomulagi um takmörkun á útblæstri fyrir 2008. Deilur Rússa og Bandaríkjamanna um eldfalugavarnarkerfi þeirra síðarnefndu í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum sem þrumuský. Pútín Rússlandsforseti hótaði því fyrr í vikunni að beina kjarnorkuvopnum Rússa að Evrópu ef áformin gengju eftir en Bush Bandaríkjaforseti reyndi í gær að róa hann. Leiðtogum Bretlands og Frakklands er ekki skemmt vegna málsins og hyggjast eiga opinskáar viðræður við Pútín um hótanir hans. Erlent Fréttir Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Bandaríkjamenn ætla ekki að skrifa undir neina loftslagssamninga á leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims sem hófst í Þýskalandi í dag. Deilan um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum eins og dökkt þrumuský. Þeir komu til Rostock í austur hluta Þýskalands í gær og í dag, hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum. Þaðan héldu þeir til nærliggjandi strandbæjar, Heiligendamm, þar sem fundað verður fram á föstudag. Svæðið er afgirt með tæplega þriggja kílómetra hárri og tólf kílómetra langri girðingu sem vafin er gaddavír að ofan. Henni er ætlað að varna því að harðsnúnir andstæðingar alþjóðavæðingar og aðrir mótmælendur streymi að fundarstaðnum til að viðra skoðanir sínar með góðu eða illu. Mótmælendur létu í sér heyra þegar upp úr sauð í Rostock um síðustu helgi og í dag streymdu þeir í þúsunda tali eins nálægt fundarstaðnum og þeir komust. Lögregla notaði vatsnþrýstidælur til að dreifa mannfjöldanum og handtók einhverja. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi særst alvarlega í átökum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur gert metnaðarfullar tillögur um að nýjum loftslagssamning. Hún ætlar að reyna hvað hún getur til að sannfæra aðra leiðtoga á fundinum um að samþykkja það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur 50% frá mælingu árið 1990 og það fyrir árið 2050. Merkel vill einnig að markið verði sett hátt hvað orkunýtni varðar og hún aukin um 20%. Bush Bandaríkjaforseti þakkað kanslaranum fyrir forystu í málinu og sagðist hlakka til að vinna að þessu máli með leiðtogum annarra iðnríkja. Þrátt fyrir þessi orð hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir að þeir ætli ekki að skrifa undir neinn loftslagssamning á fundi leiðtoganna - hann sé ekki vettvangur til þess. Í nýrri umhverfisstefnu Bandaríkjaforseta er boðað til fundarraða helstu mengunarríkja þar sem stefnt verði að samkomulagi um takmörkun á útblæstri fyrir 2008. Deilur Rússa og Bandaríkjamanna um eldfalugavarnarkerfi þeirra síðarnefndu í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum sem þrumuský. Pútín Rússlandsforseti hótaði því fyrr í vikunni að beina kjarnorkuvopnum Rússa að Evrópu ef áformin gengju eftir en Bush Bandaríkjaforseti reyndi í gær að róa hann. Leiðtogum Bretlands og Frakklands er ekki skemmt vegna málsins og hyggjast eiga opinskáar viðræður við Pútín um hótanir hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira