Cleveland tekið í kennslustund í San Antonio 8. júní 2007 04:18 Cleveland fann aldrei svar við gegnumbrotum og hraða Tony Parker í nótt, en hann skoraði 27 stig og leiddi kennslustund heimamanna AFP San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. Leiksins var ekki síst beðið með mikilli eftirvæntingu því hann markaði frumraun LeBron James í lokaúrslitum NBA. James átti erfitt uppdráttar frá fyrstu mínútu og var í strangri gæslu Bruce Bowen - sem auk þess fékk mikla og góða hjálp frá félögum sínum til að halda aftur af James. "Um leið og ég komst framhjá einum varnarmanni - var annar mættur til að hjálpa honum. Ég verð að leika betur ef við eigum að eiga möguleika á að vinna þetta einvígi," sagði LeBron James. "Það verður ekki auðvelt að halda aftur af honum í einvíginu og ég veit að hann á eftir að koma miklu sterkari inn í næsta leik," sagði Tim Duncan hjá San Antonio sem skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði 5 skot. Cleveland réði heldur ekkert við franska leikstjórnandann Tony Parker sem skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar. San Antonio tapaði báðum deildarleikjum sínum gegn Cleveland í vetur, en þeir fóru reyndar fram í nóvember og janúar - áður en San Antonio hrökk í gang og náði frábærum endaspretti. Tim Duncan hefur oft verið gagnrýndur fyrir að vera "leiðinlegur" leikmaður, en hann gerði það sem hann gerir best í nótt - að vera óstöðvandi. Það var félagi hans Parker einnig, en enginn af varnarmönnum Cleveland gat fundið svör við keyrslum hans inn í teiginn. "Okkur leið eins og við hefðum ekki spilað í mánuð," sagði Tim Duncan um þá löngu hvíld sem liðið fékk áður en það mætti Cleveland í nótt. "En um leið og við náðum að hrista af okkur mesta ryðið, var þetta allt í lagi. Skytturnar okkar hafa átt betri daga, en við náðum að gera það sem við lögðum upp með í vörninni." LeBron James hitti ekki úr fyrstu átta skotum sínum í leiknum, skoraði fyrstu körfu sína þegar langt var liðið á þriðja leikhluta og skoraði úr fyrsta langskoti sínu þegar innan við sjö mínútur voru eftir af leiknum. "LeBron átti erfitt uppdráttar í kvöld og þeir tóku allt frá honum sem við reyndum að teikna upp. Ef hann á annað borð komst inn í teiginn voru þar mættir tveir og þrír varnarmenn á hann til að loka á hann," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. "Hann er hausinn á snáknum og við verðum að afhausa snákinn," sagði Robert Horry hjá San Antonio. San Antonio hitti hinsvegar úr 7 af fyrstu 9 skotum sínum í leiknum þrátt fyrir að hafa ekki spilað í viku og þar af skoruðu Tony Parker og Tim Duncan 14 af fyrstu 16 stigum liðsins. Manu Ginobili skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst fyrir San Antonio. Liðið var fimm stigum yfir í hálfleik en jók forskotið í 15 stig fyrir lokaleikhlutann. Cleveland náði að laga stöðuna aðeins í blálokin, en þá voru úrslitin þegar ráðin og ljóst að gestirnir þurfa að gera betur í næsta leik. Nýliðinn Daniel Gibson var stigahæsti maður Cleveland annan leikinn í röð og skoraði 16 stig og hitti úr 7 af 9 skotum sínum. LeBron James skoraði 14 stig, Drew Gooden 14 og Sasha Pavlovic 13. Lið sem vinnur leik eitt í lokaúrslitum NBA deildarinnar hefur orðið meistari 17 sinnum á síðustu 24 árum. Robert Horry, leikmaður San Antonio, er að reyna að komast í mjög þröngan hóp leikmanna í sögu NBA. Ef San Antonio verður meistari í ár, yrði það sjöundi titill hans á ferlinum. Horry vann tvo titla með Houston á miðjum tíunda áratugnum, þrjá með Lakers um aldamótin - og var í meistaraliði San Antonio árið 2005. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum. Næsti leikur í einvíginu fer fram í San Antonio aðfaranótt mánudags og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn. NBA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. Leiksins var ekki síst beðið með mikilli eftirvæntingu því hann markaði frumraun LeBron James í lokaúrslitum NBA. James átti erfitt uppdráttar frá fyrstu mínútu og var í strangri gæslu Bruce Bowen - sem auk þess fékk mikla og góða hjálp frá félögum sínum til að halda aftur af James. "Um leið og ég komst framhjá einum varnarmanni - var annar mættur til að hjálpa honum. Ég verð að leika betur ef við eigum að eiga möguleika á að vinna þetta einvígi," sagði LeBron James. "Það verður ekki auðvelt að halda aftur af honum í einvíginu og ég veit að hann á eftir að koma miklu sterkari inn í næsta leik," sagði Tim Duncan hjá San Antonio sem skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði 5 skot. Cleveland réði heldur ekkert við franska leikstjórnandann Tony Parker sem skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar. San Antonio tapaði báðum deildarleikjum sínum gegn Cleveland í vetur, en þeir fóru reyndar fram í nóvember og janúar - áður en San Antonio hrökk í gang og náði frábærum endaspretti. Tim Duncan hefur oft verið gagnrýndur fyrir að vera "leiðinlegur" leikmaður, en hann gerði það sem hann gerir best í nótt - að vera óstöðvandi. Það var félagi hans Parker einnig, en enginn af varnarmönnum Cleveland gat fundið svör við keyrslum hans inn í teiginn. "Okkur leið eins og við hefðum ekki spilað í mánuð," sagði Tim Duncan um þá löngu hvíld sem liðið fékk áður en það mætti Cleveland í nótt. "En um leið og við náðum að hrista af okkur mesta ryðið, var þetta allt í lagi. Skytturnar okkar hafa átt betri daga, en við náðum að gera það sem við lögðum upp með í vörninni." LeBron James hitti ekki úr fyrstu átta skotum sínum í leiknum, skoraði fyrstu körfu sína þegar langt var liðið á þriðja leikhluta og skoraði úr fyrsta langskoti sínu þegar innan við sjö mínútur voru eftir af leiknum. "LeBron átti erfitt uppdráttar í kvöld og þeir tóku allt frá honum sem við reyndum að teikna upp. Ef hann á annað borð komst inn í teiginn voru þar mættir tveir og þrír varnarmenn á hann til að loka á hann," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. "Hann er hausinn á snáknum og við verðum að afhausa snákinn," sagði Robert Horry hjá San Antonio. San Antonio hitti hinsvegar úr 7 af fyrstu 9 skotum sínum í leiknum þrátt fyrir að hafa ekki spilað í viku og þar af skoruðu Tony Parker og Tim Duncan 14 af fyrstu 16 stigum liðsins. Manu Ginobili skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst fyrir San Antonio. Liðið var fimm stigum yfir í hálfleik en jók forskotið í 15 stig fyrir lokaleikhlutann. Cleveland náði að laga stöðuna aðeins í blálokin, en þá voru úrslitin þegar ráðin og ljóst að gestirnir þurfa að gera betur í næsta leik. Nýliðinn Daniel Gibson var stigahæsti maður Cleveland annan leikinn í röð og skoraði 16 stig og hitti úr 7 af 9 skotum sínum. LeBron James skoraði 14 stig, Drew Gooden 14 og Sasha Pavlovic 13. Lið sem vinnur leik eitt í lokaúrslitum NBA deildarinnar hefur orðið meistari 17 sinnum á síðustu 24 árum. Robert Horry, leikmaður San Antonio, er að reyna að komast í mjög þröngan hóp leikmanna í sögu NBA. Ef San Antonio verður meistari í ár, yrði það sjöundi titill hans á ferlinum. Horry vann tvo titla með Houston á miðjum tíunda áratugnum, þrjá með Lakers um aldamótin - og var í meistaraliði San Antonio árið 2005. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum. Næsti leikur í einvíginu fer fram í San Antonio aðfaranótt mánudags og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn.
NBA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira