Stórsigur Sarkozys Guðjón Helgason skrifar 11. júní 2007 12:30 Allt stefnir í að kjósendur í Frakklandi veiti Sarkozy forseta sterkt umboð til að hrinda í framkvæmd umfangsmiklum breytingum á frönsku samfélagi. Flokkabandalag forsetans vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í landinu í gær. Seinni umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn og verður þá kosið aftur milli tveggja efstu frambjóðenda í þeim kjördæmum þar sem enginn fékk hreinan meirihluta í gær. Einnig er kosið aftur þar sem kjörsókn var undir 25%. Miðað við niðurstöður gærdagsins er því spáð að UNP flokkur Sarkozys forseta og flokkar í bandalagi með honum fái samanlagt á bilinu 400 til 500 þingsæti af 577 í neðri deild franska þingsins. Það er töluvert stærri meirihluti en var. Þetta yrði í fyrsta sinn í tæpa þrjá áratugi sem þingmeirihluti á franska þinginu fær endurnýjað umboð í kosningum. Stjórnmálaskýrendur í Frakklandi segja allt útlit fyrir að kjósendur veiti Frakklandsforsetanum nýkjörna óskorað vald til að hrinda í framkvæmd áformum sínum um að lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum reynist auðveldara að reka og ráða fólk. Þá vill hann skerða verkfallsrétt og takmarka áhrifavald verkalýðsfélaga þannig að hægt verði til að mynda að tryggja lágmarks þjónustu þó til verkfalla komi í þjónustugreinum hvers konar. Hann vill einnig herða refsingar fyrir síbrotamenn, harðari innflytjendalöggjöf og veita háskólum aukið sjálfsforræði til ýmissa verka. Kjörsókn í fyrri umferðinni í gær var rétt rúm 60%, og hefur ekki mælst minni í fyrri umferð þingkosninga í Frakklandi. Kjósendur segja spennu fyrir kosningarnar hafa verið í lágmarki. Allt stefnir í að sósíalistar tapi fjölmörgum þingsætum og því má búast við að Francois Hollande, leiðtogi þeirra á þingi, víki og Segolene Royal, sem tapaði fyrir Sarkozy í forsetakosningunum í vor, taki við. Royal sagði í morgun að sósíalistar myndu nú biðla til miðjumannsins Francois Bayrou, sem varð þriðji í forsetakosningunum, í lokatilraun til að koma í veg fyrir að UMP flokkur Sarkozy myndi meirihluta á þingi. Erlent Fréttir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Allt stefnir í að kjósendur í Frakklandi veiti Sarkozy forseta sterkt umboð til að hrinda í framkvæmd umfangsmiklum breytingum á frönsku samfélagi. Flokkabandalag forsetans vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í landinu í gær. Seinni umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn og verður þá kosið aftur milli tveggja efstu frambjóðenda í þeim kjördæmum þar sem enginn fékk hreinan meirihluta í gær. Einnig er kosið aftur þar sem kjörsókn var undir 25%. Miðað við niðurstöður gærdagsins er því spáð að UNP flokkur Sarkozys forseta og flokkar í bandalagi með honum fái samanlagt á bilinu 400 til 500 þingsæti af 577 í neðri deild franska þingsins. Það er töluvert stærri meirihluti en var. Þetta yrði í fyrsta sinn í tæpa þrjá áratugi sem þingmeirihluti á franska þinginu fær endurnýjað umboð í kosningum. Stjórnmálaskýrendur í Frakklandi segja allt útlit fyrir að kjósendur veiti Frakklandsforsetanum nýkjörna óskorað vald til að hrinda í framkvæmd áformum sínum um að lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum reynist auðveldara að reka og ráða fólk. Þá vill hann skerða verkfallsrétt og takmarka áhrifavald verkalýðsfélaga þannig að hægt verði til að mynda að tryggja lágmarks þjónustu þó til verkfalla komi í þjónustugreinum hvers konar. Hann vill einnig herða refsingar fyrir síbrotamenn, harðari innflytjendalöggjöf og veita háskólum aukið sjálfsforræði til ýmissa verka. Kjörsókn í fyrri umferðinni í gær var rétt rúm 60%, og hefur ekki mælst minni í fyrri umferð þingkosninga í Frakklandi. Kjósendur segja spennu fyrir kosningarnar hafa verið í lágmarki. Allt stefnir í að sósíalistar tapi fjölmörgum þingsætum og því má búast við að Francois Hollande, leiðtogi þeirra á þingi, víki og Segolene Royal, sem tapaði fyrir Sarkozy í forsetakosningunum í vor, taki við. Royal sagði í morgun að sósíalistar myndu nú biðla til miðjumannsins Francois Bayrou, sem varð þriðji í forsetakosningunum, í lokatilraun til að koma í veg fyrir að UMP flokkur Sarkozy myndi meirihluta á þingi.
Erlent Fréttir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira