Viðskipti erlent

Krefjast ritstjórnarlegs sjálfstæðis

Rýnt í Wall Street Journal.
Rýnt í Wall Street Journal. Mynd/AFP

Ráðandi hluthafar í bandaríska útgáfufélaginu Dow Jones hafa farið fram á að fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch og fjölmiðlasamsteypa hans, News Corporation, veiti ábyrgð fyrir ritstjórnarlegu sjálfstæði bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal fari svo að félagið verði selt honum. Murdoch gerði fimm milljarða dala yfirtökutilboð í útgáfufélagið í byrjun maí.

Hluthafarnir samanstanda af Bancroft-fjölskyldunni, sem fer með 64 prósent atkvæðaréttar í Dow Jones-útgáfufélaginu.

Stór hluti fjölskyldunnar var mótfallinn sölu á hlutum hennar til Murdochs þar til í síðustu viku er þau hófu viðræður við fjölmiðlamógúlinn um hugsanleg viðskipti með félagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×