Fótbolti

Camoranesi ósáttur hjá Juventus

NordicPhotos/GettyImages

Svo gæti farið að ítalski landsliðsmaðurinn Mauro Camoranesi færi frá Juventus í sumar eftir að slitnaði upp úr viðræðum umboðsmanns hans við félagið varðandi framlengingu á samningi leikmannsins. Leikmaðurinn á tvö ár eftir af samningi sínum en vildi bættari kjör eftir að hafa hjálpað liðinu upp úr B-deildinni í vor.

"Ég er bitur og vonsvikinn yfir stöðu mála og við verðum líklega að leita annað, því Mauro getur ekki haldið áfram að spila með liðinu á þessum kjörum. Maðurinn er heimsmeistari með landsliðinu og einn besti miðjumaður í heiminum. Ég stend ekki í þessu og forráðamenn Juventus er að dreyma ef þeir halda að hann spili áfram með félaginu á þessum samningi," sagði umboðsmaðurinn. Camoranesi er fæddur í Argentínu og gekk í raðir Juventus árið 2003 eftir að félagið hafði deilt samningi með Verona um réttinn á honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×