Segir Manhunt 2 vera listaverk 22. júní 2007 15:31 Tölvuleikurinn Manhunt 2 hefur fengið óblíðar móttökur hjá skoðunaraðilum bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Í Bretlandi er leikurinn bannaður og í Bandaríkjunum fékk hann þyngsta mögulega dóm og verður eingöngu leyfður fyrir fullorðna. Það þýðir að ekki verður hægt að gefa leikinn út fyrir leikjavélar Sony. Take-Two studio, útgefandi leiksins, hefur einnig staðið á bak við umdeilda leiki eins og Grand Theft Auto og Bully. Talsmenn Take-Two hafa nú ákveðið að fresta útgáfu Manhunt 2, sem átti að koma út þann 10. júlí. Þetta er gert á meðan sú staða sem upp hefur komið er metin. „Við stöndum heilshugar á bak við þennan stórmerkilega leik. Við trúum á frelsi skapandi tjáningar, sem og skynsamlega markaðssetningu. Báðir þessir þættir eru nauðsynlegir fyrir viðskipti okkar og til þess að gera frábært afþreyingarefni," segir í tilkynningu frá Take-Two. Í Manhunt 2 skellir leikmaðurinn sér í hlutverk strokumanns af geðveikrahæli sem myrðir óvini sína með margskonar tækjum og tólum. Á milli morða reynir hann að komast að afdrifum fjölskyldu sinnar. Strauss Zelnick, formaður Take-Two, hefur látið hafa eftir sér að hann telji Manhunt 2 listaverk sem hann styðji af fullum hug. Fáir möguleikar eru nú í stöðunni fyrir Take-two. Á meðal þeirra væri að hætta við leikinn, að gefa hann út í núverandi mynd en aðeins fyrir heimilistölvur (sem snarminnkar tekjur) eða breyta efni leiksins. Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Tölvuleikurinn Manhunt 2 hefur fengið óblíðar móttökur hjá skoðunaraðilum bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Í Bretlandi er leikurinn bannaður og í Bandaríkjunum fékk hann þyngsta mögulega dóm og verður eingöngu leyfður fyrir fullorðna. Það þýðir að ekki verður hægt að gefa leikinn út fyrir leikjavélar Sony. Take-Two studio, útgefandi leiksins, hefur einnig staðið á bak við umdeilda leiki eins og Grand Theft Auto og Bully. Talsmenn Take-Two hafa nú ákveðið að fresta útgáfu Manhunt 2, sem átti að koma út þann 10. júlí. Þetta er gert á meðan sú staða sem upp hefur komið er metin. „Við stöndum heilshugar á bak við þennan stórmerkilega leik. Við trúum á frelsi skapandi tjáningar, sem og skynsamlega markaðssetningu. Báðir þessir þættir eru nauðsynlegir fyrir viðskipti okkar og til þess að gera frábært afþreyingarefni," segir í tilkynningu frá Take-Two. Í Manhunt 2 skellir leikmaðurinn sér í hlutverk strokumanns af geðveikrahæli sem myrðir óvini sína með margskonar tækjum og tólum. Á milli morða reynir hann að komast að afdrifum fjölskyldu sinnar. Strauss Zelnick, formaður Take-Two, hefur látið hafa eftir sér að hann telji Manhunt 2 listaverk sem hann styðji af fullum hug. Fáir möguleikar eru nú í stöðunni fyrir Take-two. Á meðal þeirra væri að hætta við leikinn, að gefa hann út í núverandi mynd en aðeins fyrir heimilistölvur (sem snarminnkar tekjur) eða breyta efni leiksins.
Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira