Ljósið loftin fyllir 24. júní 2007 06:15 Nú eru dagar langir, birtan hvolfist yfir okkur þessi dægrin: nætur skammar og er dregur að hinu forna miðnætti leggst þögn yfir allt. Heyra má samtal manna langt að í borginni - sláttumann bölva yfir gamalli tvígengisvél sem vill ekki þýðast hann til sláttar langt að. Utan við jaðar byggðar er náttúran söm við sig, kvöldhljóðin dýrlegu, kvakið og þeyrinn, dofna er nóttin sígur á og næturþögnin einstaka, þetta djásn íslenska sumarsins umlykur okkur og við verðum eitt með landinu. Jónsmessan eru tímamörk í samfélaginu sem hafa lengi verið vanvirt. Þessi ævaforni siður eru leifar löngu liðins tíma heiðni og síðar kaþólsku. Við Jónsmessuna skiptir um: erill borgarinnar slaknar, um landið allt kviknar líf, rétt eins þeir sem búa við sjávarsíðu og inn til héraða þekki sinn vitjunartíma. Okkur er boðið til hátíðahalda víða um land. Tónlistin, þessi sammannlegi kraftur, er nýtt til samverustunda, dans stiginn, eldar kvikna í augum og þessa nótt víða á fjalli og við strönd. Við verðum öll óvissir ferðalangar á nýjum næturstað og væri hollt að vaka þá nótt. Ekki síst til að við hugsum hvert fyrir sig og öll í senn hvernig við viljum búa landið, gæta þess, hlúa að því og geyma það. Jónsmessunóttin er andakt. Fyrir löngu höfum við týnt þeim sið að lesa blóm og leggja koddann undir höfuðlagið eins og frændur okkar Svíar gera enn. Við höfum líka gleymt þeim sið að ganga með eld þessa nótt milli byggða sem er fallegur minnisvarði um vörslu eldsins. Við höfum í flimtingum þann sið að leggjast í grasið og lauga okkur í næturdögginni. Næturgangan á þessum tímamörkum er enn lifandi, ómissandi mörgum sem leggjast á forna slóða eða sækja á tinda skamma nóttina. En öll verðum við á undarlegan hátt börn landsins þessa nótt og þann sið ættum við að efla. Stóru álitamál dagsins eru nefnilega tengd umgengni okkar og vörslu við landið: nýting lífsins gæða úr sjó, nýting vatns af fjalli, markaðar ferðaleiðir okkar um fáfarna og fjölfarna staði: samgöngurnar, vegirnir. Þola öræfi okkar hundruð þúsunda ferðalanga sumarlangt? Hingað koma þeir til að njóta þess sem við eigum, kyrrðarinnar, stilltra morgna og svala daganna. Þessi dýrmæti eiga þéttbýlisbúar heimsálfanna í austri og vestri ekki lengur. Hingað koma þeir að njóta þeirra. Því ber okkur að gæta þeirra vel. Minnumst þess þennan daginn eftir helgustu nótt ársins utan jólanæturinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun
Nú eru dagar langir, birtan hvolfist yfir okkur þessi dægrin: nætur skammar og er dregur að hinu forna miðnætti leggst þögn yfir allt. Heyra má samtal manna langt að í borginni - sláttumann bölva yfir gamalli tvígengisvél sem vill ekki þýðast hann til sláttar langt að. Utan við jaðar byggðar er náttúran söm við sig, kvöldhljóðin dýrlegu, kvakið og þeyrinn, dofna er nóttin sígur á og næturþögnin einstaka, þetta djásn íslenska sumarsins umlykur okkur og við verðum eitt með landinu. Jónsmessan eru tímamörk í samfélaginu sem hafa lengi verið vanvirt. Þessi ævaforni siður eru leifar löngu liðins tíma heiðni og síðar kaþólsku. Við Jónsmessuna skiptir um: erill borgarinnar slaknar, um landið allt kviknar líf, rétt eins þeir sem búa við sjávarsíðu og inn til héraða þekki sinn vitjunartíma. Okkur er boðið til hátíðahalda víða um land. Tónlistin, þessi sammannlegi kraftur, er nýtt til samverustunda, dans stiginn, eldar kvikna í augum og þessa nótt víða á fjalli og við strönd. Við verðum öll óvissir ferðalangar á nýjum næturstað og væri hollt að vaka þá nótt. Ekki síst til að við hugsum hvert fyrir sig og öll í senn hvernig við viljum búa landið, gæta þess, hlúa að því og geyma það. Jónsmessunóttin er andakt. Fyrir löngu höfum við týnt þeim sið að lesa blóm og leggja koddann undir höfuðlagið eins og frændur okkar Svíar gera enn. Við höfum líka gleymt þeim sið að ganga með eld þessa nótt milli byggða sem er fallegur minnisvarði um vörslu eldsins. Við höfum í flimtingum þann sið að leggjast í grasið og lauga okkur í næturdögginni. Næturgangan á þessum tímamörkum er enn lifandi, ómissandi mörgum sem leggjast á forna slóða eða sækja á tinda skamma nóttina. En öll verðum við á undarlegan hátt börn landsins þessa nótt og þann sið ættum við að efla. Stóru álitamál dagsins eru nefnilega tengd umgengni okkar og vörslu við landið: nýting lífsins gæða úr sjó, nýting vatns af fjalli, markaðar ferðaleiðir okkar um fáfarna og fjölfarna staði: samgöngurnar, vegirnir. Þola öræfi okkar hundruð þúsunda ferðalanga sumarlangt? Hingað koma þeir til að njóta þess sem við eigum, kyrrðarinnar, stilltra morgna og svala daganna. Þessi dýrmæti eiga þéttbýlisbúar heimsálfanna í austri og vestri ekki lengur. Hingað koma þeir að njóta þeirra. Því ber okkur að gæta þeirra vel. Minnumst þess þennan daginn eftir helgustu nótt ársins utan jólanæturinnar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun