Hatton rotaði Castillo í fjórðu lotu 24. júní 2007 11:53 Ricky Hatton fagnar rothögginu í fjórðu lotu NordicPhotos/GettyImages Englendingurinn Ricky Hatton olli 10,000 stuðningsmönnum sínum ekki vonbrigðum í nótt þegar hann sigraði Jose Luis Castillo með yfirburðum í Las Vegas í nótt. Fyrirfram var búist við jöfnum bardaga en hann var eign Hatton frá upphafi til enda. Hatton var ákaft fagnað af fjölda Englendinga sem fylgdu honum yfir hafið og þar á meðal voru kappar eins og Wayne Rooney, Robbie Williams og Vinnie Jones. Hatton byrjaði af miklum krafti og saumaði að Castillo fyrstu þrjár loturnar og setti hann í strigann með föstu skrokkhöggi í fjórðu lotunni. Þetta var í fyrsta skipti á 17 ára ferli Castillo sem hann fór í gólfið. Yfirburðir Hatton í bardaganum hafa strax orðið til þess að nú kalla menn á að hann mæti Floyd Mayweather, sem reyndar lofaði að hann væri hættur eftir að hann lagði Oscar de la Hoya á dögunum. Þeir Wayne Rooney hjá Manchester United og goðsögnin Marco Antonio Barrera báru meistarabeltin inn í hringinn fyrir Hatton, sem gekk inn í hringinn í mexíkóskum galla undir m.a. stuðningsmannalagi Manchester City - Blue Moon. "Ég gerði mig kláran í 12 mínútna eldraun í kvöld og ég held að það hafi komið fljótlega í ljós hvað ég undirbjó mig vel. Ég einbeitti mér að því að fara í skrokkinn á honum og ég landaði einhverjum bestu skotum sem ég hef hitt á ferlinum í kvöld. Það voru betri tilþrif í þessum fjórum lotum en í síðustu sex bardögum hjá Floyd Mayweather," sagði Ricky Hatton ánægður eftir sigurinn. Þess má geta að bróðir Hatton, Matthew, var líka að berjast í Las Vegas fyrr um kvöldið og hann sigraði Portó Ríkó-manninn Edwin Vazquez á stigum. Hér fyrir neðan eru svo nokkrar myndir úr bardaganum. Hatton fór á kostum í bardaganum í nóttNordicPhotos/GettyImagesHatton og Wayne RooneyNordicPhotos/GettyImagesSigurhöggiðNordicPhotos/GettyImages Box Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Í beinni: Þróttur - Valur | Liðin í þriðja og fjórða Í beinni: Fram - Víkingur | Tekst gestunum að toga bláklæddar niður? Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Sjá meira
Englendingurinn Ricky Hatton olli 10,000 stuðningsmönnum sínum ekki vonbrigðum í nótt þegar hann sigraði Jose Luis Castillo með yfirburðum í Las Vegas í nótt. Fyrirfram var búist við jöfnum bardaga en hann var eign Hatton frá upphafi til enda. Hatton var ákaft fagnað af fjölda Englendinga sem fylgdu honum yfir hafið og þar á meðal voru kappar eins og Wayne Rooney, Robbie Williams og Vinnie Jones. Hatton byrjaði af miklum krafti og saumaði að Castillo fyrstu þrjár loturnar og setti hann í strigann með föstu skrokkhöggi í fjórðu lotunni. Þetta var í fyrsta skipti á 17 ára ferli Castillo sem hann fór í gólfið. Yfirburðir Hatton í bardaganum hafa strax orðið til þess að nú kalla menn á að hann mæti Floyd Mayweather, sem reyndar lofaði að hann væri hættur eftir að hann lagði Oscar de la Hoya á dögunum. Þeir Wayne Rooney hjá Manchester United og goðsögnin Marco Antonio Barrera báru meistarabeltin inn í hringinn fyrir Hatton, sem gekk inn í hringinn í mexíkóskum galla undir m.a. stuðningsmannalagi Manchester City - Blue Moon. "Ég gerði mig kláran í 12 mínútna eldraun í kvöld og ég held að það hafi komið fljótlega í ljós hvað ég undirbjó mig vel. Ég einbeitti mér að því að fara í skrokkinn á honum og ég landaði einhverjum bestu skotum sem ég hef hitt á ferlinum í kvöld. Það voru betri tilþrif í þessum fjórum lotum en í síðustu sex bardögum hjá Floyd Mayweather," sagði Ricky Hatton ánægður eftir sigurinn. Þess má geta að bróðir Hatton, Matthew, var líka að berjast í Las Vegas fyrr um kvöldið og hann sigraði Portó Ríkó-manninn Edwin Vazquez á stigum. Hér fyrir neðan eru svo nokkrar myndir úr bardaganum. Hatton fór á kostum í bardaganum í nóttNordicPhotos/GettyImagesHatton og Wayne RooneyNordicPhotos/GettyImagesSigurhöggiðNordicPhotos/GettyImages
Box Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Í beinni: Þróttur - Valur | Liðin í þriðja og fjórða Í beinni: Fram - Víkingur | Tekst gestunum að toga bláklæddar niður? Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Sjá meira