Erlent

Visa styrkir FIFA

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Kreditkortafyrirtækið Visa hefur náð samningum við Alþjóða knattspyrnusambandið um að styrkja heimsmeistaramótin 2010 og 2014. Visa mun styrkja knattspyrnusambandið um samtals 170 milljónir dala á átta árum.

Þetta kemur aðeins skömmu eftir að knattspyrnusambandið greiddi kreditkortafyrirtækinu Mastercard 90 milljónir eftir miklar lagadeilur. Mastercard hafði verið styrktaraðili heimsmeistaramótsins síðan 1990. Visa styrkir einnig heimsmeistaramót í rugby og ólympíuleikana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×