Erlent

Unglingspiltur dregur játningu til baka í Bandaríkjunum

Aron Örn Þórarinsson skrifar
AP

Kenneth Bartley hefur dregið játningu sína til baka, en hann var dæmdur fyrir tæplega tveimur árum fyrir morð á aðstoðarskólastjóranum sínum. Einnig var hann dæmdur fyrir tilraun til manndráps. Bartley, sem er 15 ára, segir nú að þáverandi lögfræðingur sinn hafi sagt honum að játa.

Nýr lögfræðingur Bartley, Bruce Poston, segir að skjólstæðingur sinn hafi ekki játað af sjálfsdáðum, fyrrverandi lögfræðingur hans hafi ýtt við honum til að játa. Bartley var dæmdur í 45 ára fangelsi með möguleika á reynslulausn eftir 25 ár.

Bartley fær að tala sínu máli fyrir framan Jon Kerry Blackwood dómara á mánudaginn, sama dómara og dæmdi hann í fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×