Naglar, gas og bensín í sprengjunni í Lundúnum Jónas Haraldsson skrifar 29. júní 2007 07:39 Lögreglan í Lundúnum fann og gerði óvirka sprengju sem fannst í bíl nærri Piccadilly Circus í miðborginni í nótt. Sprengjan er sögð hafa verið stór. Sprengjusveit lögreglunnar var kölluð til og sprengdi hún hana í loft upp. Í bílnum fundust naglar og mikið af bensíni og gasi í kútum. Ein af heimildum BBC innan lögreglunnar sagði að um stórt tæki hefði verið að ræða og að allt hverfið í kring hefði verið í mikilli hættu vegna sprengjunnar. Vitni sögðu að þau hefðu séð lögreglu bera gaskúta úr bílnum, sem var silfurlitaður Mercedes Benz. Dyraverðir í næturklúbbi í hverfinu sögðu að bílnum hefði verið ekið óreglulega þangað til hann hefði klesst á ruslatunnu. Ökumaðurinn hefði þá látið sig hverfa. Sjúkrabíll var kallaður að næturklúbbi í hverfinu og sáu sjúkraflutningamenn reyk standa upp úr bílnum. Þeir létu lögregluna vita og kom hún þá á vettvang. Stuttu síðar var sprengjan gerð óvirk. Hryðjuverkadeild lögreglunnar í Lundúnum er nú að rannsaka málið. Mikill fjöldi rannsóknarmanna er á staðnum en bíllinn hefur verið fjarlægður af staðnum. Lögreglan lýsir nú eftir vitnum að mannaferðum við bílinn og er sem stendur að skoða myndbönd úr eftirlitsmyndavélum í miðbænum. Neðanjarðarlestarstöðin á Piccadilly Circus er lokuð vegna atburðanna og almenningsvögnum er beint inn á aðrar leiðir. Þúsundir komast ekki til vinnu sinnar vegna atburðarins. Ekkert er vitað um hver gæti borið ábyrgð á sprengjunni en yfirvöld segja ýmsa möguleika í stöðinni. Eftirlit hefur verið hert til muna í miðborg Lundúna vegna atviksins en lögreglan útilokar ekki að fleiri sprengjur gæti verið að finna í borginni. Neyðarnefnd breska ríkisins, COBRA, mun funda síðar í dag vegna málsins. Það var aðeins í gær sem ný ríkisstjórn Gordons Brown fundaði í fyrsta sinn. Erlent Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Lögreglan í Lundúnum fann og gerði óvirka sprengju sem fannst í bíl nærri Piccadilly Circus í miðborginni í nótt. Sprengjan er sögð hafa verið stór. Sprengjusveit lögreglunnar var kölluð til og sprengdi hún hana í loft upp. Í bílnum fundust naglar og mikið af bensíni og gasi í kútum. Ein af heimildum BBC innan lögreglunnar sagði að um stórt tæki hefði verið að ræða og að allt hverfið í kring hefði verið í mikilli hættu vegna sprengjunnar. Vitni sögðu að þau hefðu séð lögreglu bera gaskúta úr bílnum, sem var silfurlitaður Mercedes Benz. Dyraverðir í næturklúbbi í hverfinu sögðu að bílnum hefði verið ekið óreglulega þangað til hann hefði klesst á ruslatunnu. Ökumaðurinn hefði þá látið sig hverfa. Sjúkrabíll var kallaður að næturklúbbi í hverfinu og sáu sjúkraflutningamenn reyk standa upp úr bílnum. Þeir létu lögregluna vita og kom hún þá á vettvang. Stuttu síðar var sprengjan gerð óvirk. Hryðjuverkadeild lögreglunnar í Lundúnum er nú að rannsaka málið. Mikill fjöldi rannsóknarmanna er á staðnum en bíllinn hefur verið fjarlægður af staðnum. Lögreglan lýsir nú eftir vitnum að mannaferðum við bílinn og er sem stendur að skoða myndbönd úr eftirlitsmyndavélum í miðbænum. Neðanjarðarlestarstöðin á Piccadilly Circus er lokuð vegna atburðanna og almenningsvögnum er beint inn á aðrar leiðir. Þúsundir komast ekki til vinnu sinnar vegna atburðarins. Ekkert er vitað um hver gæti borið ábyrgð á sprengjunni en yfirvöld segja ýmsa möguleika í stöðinni. Eftirlit hefur verið hert til muna í miðborg Lundúna vegna atviksins en lögreglan útilokar ekki að fleiri sprengjur gæti verið að finna í borginni. Neyðarnefnd breska ríkisins, COBRA, mun funda síðar í dag vegna málsins. Það var aðeins í gær sem ný ríkisstjórn Gordons Brown fundaði í fyrsta sinn.
Erlent Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent