Erlent

Skógareldar svíða Grikkland

Mestu skógareldar í meira en tíu ár ógna nú höfuðborg Grikklands, Aþenu, en slökkviliðsmenn, hermenn og sjálfboðaliðar berjast nú við logana. Hundruð elda loga um allt Grikkland. Talið er að einhverjir séu komnir til vegna íkveikja en margir hófst vegna rafmagnslína sem kviknaði í vegna hitans.

Í dag er sjötti dagurinn í röð sem hitinn fer yfir 40 gráður. Mikill og dökkur reykur grúfir sig nú yfir Aþenu og aska liggur hvarvetna. Talið er að allt að 25 ferkílómetrar af skóglendi hafi þegar brunnið en slökkviliðsmenn berjast nú við stærstu eldana sem eru aðeins 25 kílómetra frá höfuðborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×