Erlent

Nítján ára í lífstíðarfangelsi

MYND/365

Hinn nítján ára Stuart Harling frá Rainham hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða hjúkrunarkonuna Cheryl Moss fyrir aftan St George's sjúkrahúsið í Hornchurch austan við London í apríl 2006. Moss var í sígarettupásu þegar Harling réðst að henni og stakk hana sjötíu og tvisvar sinnum með hnífi.

Ekki lék vafi á því hvort Harling hafi myrt Moss eða ekki en spurningin var hvort hann væri með skerta dómgreind vegna geðröskunar eða hefði einfaldlega framið kaldrifjað morð að ásettu ráði.

Saksóknarar sögðu Harling lifa í morðfantasíu og að hann hafi lengi rannsakað og látið sig dreyma um morð, sérstaklega fjöldamorð. Lögfræðingur Harlings sagði hann ekki hafa sýnt iðrun af nokkru tagi. Harling játaði á sig morðið en neitaði því að vera með skerta dómgreind.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×