Fótbolti

Kaká að biðja um að vera seldur til Real Madrid?

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Samkvæmt spænska dagblaðinu AN hefur brasilíski snillingurinn Kaká biðlað til AC Milan um að vera seldur til Real Madrid. Samkvæmt blaðinu hafði Kaká samband við Silvio Berlusconi rétt áður en hann fór í sumarfrí til New York.

„Forseti, ég hef unnið allt sem ég get í AC Milan treyjunni. Ég hef fengið mikið frá treyjunni og einnig gefið mikið, en nú kallar Real Madrid á mig og mig langar að gangast við þeirra áskorun. Þú ákveður það, en ég bið þig að minnsta kosti um að hlusta á tilboð þeirra," á Kaká að hafa sagt.

Orðrómur hefur verið um að Real Madrid sé tilbúið að borga tæplega 54 milljónir punda í Kaká, sem heitir réttu nafni Ricardo Izecson dos Santos Leite.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×